Ábending um eitthvað sem betur má fara hjá Faxaflóahöfnum skiptir fyrirtækið máli. Við viljum hvetja almenning og fyrirtæki á svæðinu til að senda inn ábendingu þegar þið sjáið einhvers staðar tækifæri til umbóta sem leiðir til betra hafnarsvæðis.
Ábending getur verið hrós, kvörtun eða upplýsingar um eitthvað sem getur valdið slysahættu á umráðasvæði fyrirtækisins. Dæmi um ábendingu: Holur í malbiki, lausar hellur, vitlausir reikningar, mengun í sjó, óþrifnaður á svæðum, að ljós vanti í ljósastaura, umhverfis- og öryggisreglum sé ekki framfylgt, hrós um vel unnin störf o.s.frv.
Fyllsta trúnaðar er gætt í meðferð allra ábendinga og er þeim forgangsraðað eftir mikilvægi.