Ár 2024, föstudaginn 20. desember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:30

Mætt:
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður
Hildur Björnsdóttir
Már Másson
Ragnheiður H. Magnúsdóttir
Guðmundur Ingþór Guðjónsson
Helga Harðardóttir
Páll Brynjarsson

Auk þeirra voru á fundinum Inga Rut Hjaltadóttir, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

1. Öryggi, heilsa og umhverfi

Mánaðarskýrsla öryggisstjóra lögð fram til kynningar og rædd.

2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra

Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra og rætt.

3. Forkaupsréttarmál

Hafnarstjóri kynnti að fallið hafi verið frá forkaupsrétti eftirfarandi fasteigna með venjulegum fyrirvara um að afnot lóða falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningum:
a. Erindi Miðjunnar hf., um sölu að Ægisgarði 2, Reykjavík. Fasta nr. 232-3884. Kaupandi er IDT ehf.

4. Viðskiptakjör
Jón Garðar Jörundsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs og Friðrik Þór Hjálmarsson, deildarstjóri upplýsingatækni komu á fundinn undir þessum lið og kynntu tillögu að viðskiptakjörum og svöruðu spurningum fundarmanna. Tillagan var samþykkt samhljóða.

5. Skýrsla MTBS
Jón Garðar Jörundsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs og Friðrik Þór Hjálmarsson, deildarstjóri upplýsingatækni komu á fundinn undir þessum lið og kynntu skýrslu hollenska ráðgjafarfyrirtækisins MTBS um framtíðarkosti gámavalla í Sundahöfn, og svöruðu spurningum fundarmanna. Stjórnendur Faxaflóahafna munu á næstu vikum hitta forsvarsmenn skipafélagana og kynna þeim m.a. efni umræddrar skýrslu.

6. Kjarasamningur
Ólafur Ólafsson mannauðsstjóri Faxaflóahafna kom á fundinn undir þessum lið. Fyrir fundinum lág kjarasamningur milli Faxaflóahafna annarsvegar og stéttarfélagsins Eflingu hins vegar.
Samningurinn hefur verið undirritaður af hafnarstjóra f.h. Faxaflóahafna með fyrirvara um samþykki stjórnar og verða nú lagður fyrir félagsmenn þessara félaga til samþykktar. Gildistími hans er frá 1. maí 2024 til 30. apríl 2028.
Stjórn Faxaflóahafna samþykkti umrædda kjarasamning samhljóða.

7. Innri Endurskoðunaráætlun Faxaflóhafna
Ingunn Ólafsdóttir innri endurskoðandi Faxaflóahafna kom á fundinn undir þessum lið og kynnti tillögu að áætlun innri endurskoðunar fyrir árin 2025 og 2026 og svaraði spurningum fundarmanna. Var áætlunin samþykkt samhljóða.

8. Þróunaráætlun gömlu hafnarinnar
Ólafur Melsted, skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna ásamt ráðgjöfum frá KPMG og Arkís komu á fundinn undir þessum lið, kynntu tillögu að þróunaráætlun gömlu hafnarinnar og svöruðu spurningum fundarmanna.

9. Önnur mál
Engin önnur mál.

FaxaportsFaxaports linkedin