Ár 2023, föstudaginn 10. febrúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:30
Mætt:
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður
Hildur Björnsdóttir
Már Másson
Ragnheiður H. Magnúsdóttir
Guðmundur Ingþór Guðjónsson
Helga Harðardóttir
Páll Brynjarsson (í fjarfundarbúnaði)
Auk þeirra voru á fundinum Inga Rut Hjaltadóttir sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Gunnar Tryggvason hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.
1. Öryggi, heilsa og umhverfi
Mánaðarskýrsla öryggisstjóra lögð fram til kynningar og rædd. Eitt fjarveruslys hefur orðið frá síðasta fundi og eitt skyndihjálparslys.
2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra.
3. Starfsreglur stjórnar
Stjórnarformaður kynnti drög að breytingum á starfsreglum stjórnar sem miða að því að samræma þær nýsamþykktum sameignarfélagssamningi og eigendastefnu. Stefnt er að afgreiðslu á næsta fundi stjórnar.
4. Starfskjaranefnd
Stjórnarformaður kynnti drög að starfsreglum starfskjaranefndar. Stefnt er að afgreiðslu þeirra á næsta fundi stjórnar.
Stjórnarformaður lagði til að Hildur Björnsdóttir og Már Másson yrðu fulltrúar stjórnar í nefndinni og Hildur yrði formaður og var sú tillaga samþykkt samhljóða.
5. Forkaupsréttarmál
Hafnarstjóri kynnti að fallið hafi verið frá forkaupsrétti eftirfarandi fasteigna með venjulegum fyrirvara um að afnot lóðar falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningi.
a. Erindi Maltviskífélagsins um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að Skútuvogi 1D, Reykjavík. Fasta nr. 202-0917. Kaupandi VF S1D ehf.
b. Erindi ÁÓ eignarhaldsfélags ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að Skútuvogi 13, Reykjavík. Fasta nr. 202-0958. Kaupendur Ásbjörn Björnsson, Ásta F. Björnsdóttir, Gunnlaugur R. Björnsson, Ólafur B. Björnsson og Guðmundur K. Björnsson.
c. Erindi Ásbjörns Björnssonar, Ástu F. Björnsdóttur, Gunnlaugs R. Björnssonar, Ólafs B. Björnssonar og Guðmundar K. Björnssonar um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að Skútuvogi 13, Reykjavík. Fasta nr. 202-0958. Kaupandi Gagnaeyðing ehf.
6. Ráðstöfun farþegagjalds
Hafnarstjóri kynnti yfirlit yfir ráðstöfun farþegagjald í gömlu höfninni árin 2018-2022. Stefnt er að kynningu fyrir rekstraraðilum í næstu viku.
7. Loftgæðamælingar við Sundahöfn
Sviðsstjóri innviða og gæða- og umhverfisstjóri kynntu fyrstu niðurstöður mælinga frá loftgæðamælinum í Laugarnesi.
8. Önnur mál
Engin önnur mál.
Fundi slitið kl. 11:45