Ár 2023, föstudaginn 6. janúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 12:00

Mætt:
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður
Hildur Björnsdóttir
Már Másson
Ragnheiður H. Magnúsdóttir
Guðmundur Ingþór Guðjónsson
Helga Harðardóttir
Páll Brynjarsson

Auk þeirra voru á fundinum Inga Rut Hjaltadóttir sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Gunnar Tryggvason hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

1. Öryggi, heilsa og umhverfi
Mánaðarskýrsla öryggisstjóra lögð fram til kynningar og rædd. Ekkert fjarveruslys hefur orðið frá síðasta fundi og ekkert skyndihjálparslys.

2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra

Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra.

3. Skipan og starfsreglur stjórnar

Formaður stjórnar fór yfir skipan nýkjörinnar stjórnar og gildandi starfsreglur. Formaður lagði til að Hildur Björnsdóttir yrði varaformaður stjórnar og var sú tillaga samþykkt samhljóða. Formanni og hafnarstjóra var falið að gera tillögu að breytingum á starfsreglum stjórnar og leggja þær fyrir næsta fund.

4. Þróunarfélag Grundartanga

Hafnarstjóri lagði fram minnisblað um starfsemi Þróunarfélags Grundartanga og framtíðaráform þess. Rætt var um mikilvægi þess að á svæðinu verði starfandi formlegur iðngarður sem byggði upp og ræki sameiginlega innviði. Stjórn óskaði eftir samanburð við fyrirmyndir erlendis.

5. Forkaupsréttarmál:

Hafnarstjóri kynnti að fallið hafi verið frá forkaupsrétti eftirfarandi fasteigna með venjulegum fyrirvara um að afnot lóðar falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningi.

a. Erindi Bílabúðar Benna ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að Fiskislóð 41, Reykjavík. Fasta nr. 232-7526. Kaupandi Vagneignir ehf.
b. Erindi Hansson ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að Fiskislóð 45, Reykjavík. Fasta nr. 231-2209. Kaupandi Bergþóra Heiða Guðmundsdóttir.
c. Erindi Spector Fasteigna ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að Hólmaslóð 2, Reykjavík. Fasta nr. 200-0098. Kaupandi GT 2 ehf.

6. Önnur mál
Formaður lagði fram drög að starfsáætlun stjórnar fyrri hluta árs 2023.

Fundi slitið kl. 12:55

FaxaportsFaxaports linkedin