Ár 2022, föstudaginn 16. desember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 14:00
Mætt:
Skúli Helgason, formaður
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Marta Guðjónsdóttir
Daníel Ottesen
Davíð Sigurðsson
Ragnar B. Sæmundsson
Hildur Björnsdóttir
Ólafur Adolfsson, áheyrnarfulltrúi
Auk þeirra voru á fundinum Inga Rut Hjaltadóttir sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Gunnar Tryggvason starfandi hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.
1. Öryggi, heilsa og umhverfi
Mánaðarskýrsla öryggisstjóra lögð fram til kynningar og rædd. Ekkert fjarveruslys hefur orðið frá síðasta fundi en eitt skyndihjálparslys.
2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra.
3. Lóðasamningur við Qair
Hafnarstjóri og sviðsstjóri framkvæmdarsviðs kynntu meginatriði lóðarsamnings við Qair Iceland ehf. vegna lóðar á Grundartanga og svöruðu spurningum fundarmanna.
Stjórn Faxaflóahafna veitti hafnarstjóra heimild til að undirrita samning um úthlutun lóðanna við Katanesveg 30 og 32 á Grundartanga til félagsins Qair Iceland ehf. á grundvelli þeirra meginforsenda sem tilgreindar eru í kynningunni.
4. Farþegamiðstöð
Sviðsstjóri framkvæmdasviðs kynnti stöðu þróunar farþegamiðstöðvar og næstu skref.
Stjórn Faxaflóahafna samþykkti að hefja vinnu við markútboð (samkeppni) og fól hafnarstjóra að kynna fyrir stjórn arðsemismat verkefnisins til samþykktar áður en samið er við verktaka um byggingu farþegamiðstöðvar.
5. Forkaupsréttarmál:
Hafnarstjóri kynnti að fallið hafi verið frá forkaupsrétti eftirfarandi fasteigna með venjulegum fyrirvara um að afnot lóðar falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningi.
a. Erindi Landbergs ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að Köllunarklettsvegi 2, Reykjavík. Fasta nr. 224-0828. Kaupandi Arctic K2 ehf.
b. Erindi Opus Fasteignafélags ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að Skútuvogi 13a, Reykjavík. Fasta nr. 223-4609 og 223-4610. Kaupandi FF7 ehf.
c. Erindi Teiga ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að Köllunarklettsvegi 4, Reykjavík. Fasta nr. 201-5785. Kaupandi Basalt ehf.
d. Erindi Engey fasteignafélags ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign í Fiskislóð 31D, Reykjavík. Fasta nr. 250-0243. Kaupandi bbm ehf.
6. Önnur mál
Engin önnur mál
Fundi slitið kl. 15:45