Ár 2022, föstudaginn 25. nóvember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:00

Mætt:
Skúli Helgason, formaður
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Sabine Leskopf
Marta Guðjónsdóttir
Daníel Ottesen
Davíð Sigurðsson
Ragnar B. Sæmundsson
Hildur Björnsdóttir

Áheyrnarfulltrúi:
Ólafur Adolfsson (í fjarfundarbúnaði)

1. Ráðning hafnarstjóra.

Ráðgefandi hæfnisnefnd um ráðningu hafnarstjóra kynnti skýrslu um ráðningarferlið og niðurstöðu nefndarinnar með mati á umsækjendum. Nefndin gerði að tillögu sinni að Gunnar Tryggvason sem fékk hæstu einkunn umsækjenda yrði ráðinn hafnarstjóri og var hún einróma í niðurstöðu sinni. Tillagan var samþykkt í stjórn með sex atkvæðum. Tveir sátu hjá.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10

FaxaportsFaxaports linkedin