Ár 2021, miðvikudaginn 27. október kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman um fjarfundarbúnað og í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:00

Mætt

Skúli Helgason, formaður
Örn Þórðarson
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Sabine Leskopf

Um fjarfundarbúnað

Magnús Smári Snorrason
Ragnar B. Sæmundsson
Daníel Ottesen
Valgerður Sigurðardóttir

Ólafur Adolfsson, áheyrnarfulltrúi

Mætt
Pétur Óskarsson, áheyrnarfulltrúi

Auk þeirra voru Inga Rut Hjaltadóttir, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi, Gunnar Tryggvason, sviðsstjóri viðskiptasviðs og Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð.

1. Öryggi, heilsa og umhverfi
Ekki höfðu orðið alvarleg öryggis- eða umhverfisatvik frá síðasta fundi en skyndihjálparatvik þar sem starfsmaður fékk slynk á handlegg við móttöku skips.
Þjálfun á starfsfólki og utanumhald þjálfunar er í brennidepli.
Sérstakar sóttvarnarráðstafanir eru í gildi fyrir hafnsögumenn (varðar komu þeirra um borð í skip) en að öðru leyti gilda almennar sóttvarnarráðstafanir.

2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra.
Undir liðnum mánaðaryfirlit var stungið upp á fundi stjórnar með ráðgjöfum Drewry um þróunaráætlun Sundahafnar 10. nóvember nk. og var það samþykkt.

3. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi Ásbæjar ehf. og FF 11 ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni að Fiskislóð 23-25, Reykjavík. Fasta nr. 231-0621 og 231-0622. Kaupandi U 14-20 ehf.
b. Erindi Sand Fasteigna ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni að Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0251. Kaupandi Ægir Invest ehf.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að afnot lóðar falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningi.

4. Rekstraryfirlit jan – sept 2021
Lagt fram og kynnt af sviðsstjóra viðskiptasviðs og hafnarstjóra. Tekjur fyrstu 9 mánuði ársins eru umfram áætlun og gjöld eru undir áætlun.

5. Hafnarhúsið
Fyrir fundinum lágu drög að kaupsamingi við Reykjavíkurborg að 61% eignarhluta Faxaflóahafna í Hafnarhúsinu ásamt drögum að leigusamningi á milli Reykjavíkur og Faxaflóahafna um leigu þess síðarnefnda á aðstöðu í Hafnarhúsinu. Kaupverð skv. drögum að kaupsamningi er 2.184.000.000 kr. sem greiðist með þremur greiðslum til ársins 2023. Kaupverðið er það sama og fasteignamat eignarhlutarins. Hafnarstjóra var falið að ljúka samningi við Reykjavíkurborg í samræmi við umræður á fundinum.

6. Skipulag og framkvæmdir
a. Yfirlit verkefna
Sviðsstjóri framkvæmdasviðs fór yfir yfirlit fjárfestingarverkefna 2021 og fyrirhugaðra verkefna 2022.
b. Þróunaráætlun Gömlu hafnar
Skipulagsfulltrúi kynnti verkefnisáætlun fyrir Þróunaráætlun Gömlu hafnar. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki vorið 2022. Í umræðu kom fram vilji stjórnar á að í verkefninu yrði horft til mannlífs, atvinnulífs og nýsköpunar. Mikilvægt væri að tengja verkefnið vel við atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkur og að taka yrði samtöl við hagaðila um þarfir atvinnulífsins. Jafnframt var talin þörf á að tengja verkefnið miðborgarmálum og að höfnin tæki þannig þátt í mótun miðborgarsvæðisins. Tekið verður tillit til þessara þátta í vinnunni.

7. Grundartangi
a. Áhugi á lóðum á Grundartanga
Samtöl eru í gangi við nokkra aðila sem hafa áhuga á að koma á fót rekstri á Grundartangasvæðinu. Hugmyndir um vetnis- og vetnisafleiðuframleiðslu eru komnar lengst.
b. Erindi Þróunarfélags Grundartanga um rekstrarframlag
Fyrirliggjandi var erindi frá Þróunarfélagi Grundartanga um rekstrarframlag til félagsins. Erindið var kynnt en frekari umfjöllun frestað þar til Faxaflóahafnir og Þróunarfélagið hafa skýrt verkaskiptingu milli félaganna.

8. Önnur mál
Ekki voru önnur mál og fundi slitið kl. 10:40.

FaxaportsFaxaports linkedin