Ár 2021, miðvikudaginn 29. september kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman um fjarfundarbúnað og í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:00

Mætt

Skúli Helgason, formaður

Um fjarfundarbúnað

Magnús Smári Snorrason
Ragnar B. Sæmundsson
Daníel Ottesen
Valgerður Sigurðardóttir
Sabine Leskopf
Örn Þórðarson
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Ólafur Adolfsson, áheyrnarfulltrúi

Mætt

Pétur Óskarsson, áheyrnarfulltrúi

Auk þeirra sátu fundinn Helgi Laxdal sviðsstjóri innviða og Gunnar Tryggvason, sviðsstjóri viðskiptasviðs og staðgengill hafnarstjóra, sem ritaði fundargerð.

1. Hafnarhúsið

Gunnar Tryggvason kynnti drög að bókun vegna sölu 61% hlutar Faxaflóahafna í Hafnarhússinu til Reykjavíkurborgar og önnur gögn því tengdu. Fyrir fundinum lá álit Magnúsar Baldurssonar lögmanns um hæfi stjórnarmanna til að taka ákvörðun um sölu fasteignarinnar til Reykjavíkurborgar.

Helgi Laxdal kynnti samanburð þriggja verðmata við fasteigna- og brunabótarmat eignarinnar og það söluverð sem samningsaðilar hafa sammælst um.

Formlegur kaupsamningur mun vera borin undir stjórn til samþykktar síðar.

Bókunin var samþykkt samhljóða.

2.  Önnur mál
Engin önnur mál.

FaxaportsFaxaports linkedin