Ár 2020, fimmtdaginn 26. nóvember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman um fjarfundarbúnað og hófst fundurinn kl. 15:00
Um fjarfundarbúnað:
Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður
Örn Þórðarson
Pawel Bartoszek
Skúli Helgason
Ragnar B. Sæmundsson
Magnús Smári Snorrason
Daníel Ottesen
Marta Guðjónsdóttir
Áheyrnarfulltrúar:
Ólafur Adolfsson
Auk þess voru Inga Rut Hjaltadóttir forstöðumaður tæknideildar, Gunnar Tryggvason og Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð.
1. Umsögn um aðalskipulag.
Lögð fram og kynnt.
Kristín Soffía Jónsdóttir, Pawel Bartoszek, Skúli Helgason, Ragnar B. Sæmundsson, Magnús Smári Snorrason, Daníel Ottesen og Ólafur Adolfsson skrifa undir eftirfarandi bókun: „Hafnarstjóra er falið ljúka við umsögnina með breytingum í samræmi við umræður á fundinum.“
Örn Þórðarson bókar: „Fyrir fundinum liggur málefnaleg og vönduð umsögn sem byggir á hagsmunum Faxaflóahafna. Rétt er að samþykkja hana óbreytta eins og hún liggur fyrir.“
Marta Guðjónsdóttir bókar: „Aðdragandi aðalskipulagsins var rúmur og gaf nægt tilefni til þess að bregðast við með nægum fyrirvara og af vel yfirlögðu ráði. Því eru það ekki vönduð vinnubrögð að leggja fram tillögu að umsögn degi áður en umsagnarfresti lýkur. Hér innan stjórnar hefði ég kosið að sjá faglega og góða umræðu sem hefði skilað umsögn sem allir hefðu getað sætt sig við.“
Marta Guðjónsdóttir lagði fram tillögu um að afgreiðslu stjórnar á umsögn um breytingar á aðalskipulagi yrði frestað til næsta fundar. Tillöguna samþykkti Marta Guðjónsdóttir. Tillöguna samþykktu ekki Kristín Soffía Jónsdóttir, Pawel Bartoszek, Skúli Helgason, Ragnar B. Sæmundsson, Magnús Smári Snorrason, Daníel Ottesen og Ólafur Adolfsson. Örn Þórðarson sat hjá.
Marta Guðjónsdóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn: „Í ljósi beiðni Faxaflóahafna um að auka byggingarmagn í Örfirisey um 145.000 ferm. er óskað eftir upplýsingum um það á hverju slík beiðni byggir og í hvaða ferli skipulagsmál Örfiriseyjar almennt sé um þessar mundir.“
– Lagt fram.
Marta Guðjónsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu: „Í núgildandi aðalskipulagi er miðbakki merktur þróunarsvæði Þ12 Hafnarsvæði miðborgar. Þar stendur: „Blönduð byggð íbúða, verslana, veitingastaða og skrifstofa. Markmiðið er að stuðla að þróun miðborgarinnar að sjávarsíðunni og efla tengsl hafnar og miðborgar. Landnotkun, þéttleiki, gatnakerfi og yfirbragð svæðisins tekur mið af rammaskipulagi“. Ekki eru lagðar til breytingar hvað þetta varðar í nýrri tillögu að aðalskipulagi sem gilda á til ársins 2040.
Lagt er til að síðasta setningin verði felld niður. Í ljósi þeirrar miklu uppbyggingar sem orðið hefur frá því að núgildandi aðalskipulag var samþykkt er mikilvægt að Faxaflóahafnir hafi óbundnar hendur við skipulag Miðbakkans. Gefa verður svigrúm til að skoða alla kosti án þess að tekið sé mið af rammaskipulagi.“
– Frestað.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:15.