Ár 2020, mánudaginn 29. júní kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:00
Mætt:
Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður
Örn Þórðarson
Daníel Ottesen
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Marta Guðjónsdóttir
Magnús S. Snorrason
Skúli Helgason
Varafulltrúi:
Karitas Jónsdóttir
Áheyrnarfulltrúi:
Ólafur Adolfsson
Auk þess sat fundinn Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð.
1. Ráðning hafnarstjóra.
Mættur á fundinn var Sverrir Briem frá Hagvangi sem annaðist umsjón ráðningarferlisins.
Formaður gerði grein fyrir ráðningarferlinu. Hæfnisnefnd skipuðu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Eyjólfur Árni Rafnsson og Helga Hlín Hákonardóttir. Umsækjendur voru 26.
SB gerði grein fyrir skýrslu hæfnisnefndar.
Á grundvelli niðurstöðu hæfnisnefndar samþykkir hafnarstjórn að veita formanni stjórnar heimild til að ganga frá ráðningarsamningi við Magnús Þór Ásmundsson um starf hafnarstjóra.
2. Erindi Þróunarfélags Grundartanga dags. 25.6. 2020 þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir lóð vegna mögulegrar uppsetningar og starfsemi rafeldsneytisverksmiðju.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur hafnarstjóra að undirbúa tillögu að viljayfirlýsingu. Óskað er eftir frekari kyningu á verkefninu á næsta fundi stjórnar.
KSJ, ÖÞ og ÓA véku af fundi við afgreiðslu málsins.
3. Samkomulag Verkalýðsfélags Akraness og Faxaflóahafna um breytingu á vöktum gæslumanna á Grundartanga úr 12 tíma vöktum í 8 tíma vaktir samkvæmt bókun í kjarasamningi aðila.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu. Hafnarstjórn samþykkir samkomulagið.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:45