Ár 2020, föstudaginn 28. febrúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

Mætt:

Skúli Helgason, formaður
Örn Þórðarson
Daníel Ottesen
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Marta Guðjónsdóttir
Ragnar B. Sæmundsson

Varafulltrúar:

Dóra Björt Guðjónsdóttir
Lilja Björg Ágústsdóttir

Áheyrnarfulltrúar:

Ólafur Adolfsson
Guðbjörg Erna Erlingsdóttir

Auk þess sátu fundinn: Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi, Gunnar Tryggvason, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð.

1. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra ásamt tölfræði fyrir árið 2019.
Lagt fram.

2. Minnisblað forstöðumanns tæknideildar dags. feb. 2020 varðandi framkvæmdir á Ægisgarði ásamt vinnugögnum varðandi afnotsamning o.fl.
Forstöðumaður og skipulagsfulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála.

3. Fjárhagsáætlun ársins 2020 – tekjuþróun.
Hafnarstjórn samþykkir að lögð verði fram samantekt um þróun tekna, gjalda og framkvæmda með hliðsjón af efnahagsþróun síðustu mánaða og spá um þróun.

4. Lóðamál:
a. Varðar lóðarleigusamning vegna Kjalarvogs 16, Reykjavík.
Hafnarstjórn samþykkir að heimila hafnarstjóra að ganga frá framlengingu samningsins.

b. Lóðagjaldasamningur og lóðaleigusamningur vegna Sægarða 11 og 13.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir lóðaskipan í Sægörðum og fyrirhugaðri breytingu á innkeyrslu að farmsvæði Eimskipa. Samþykkt að taka málið að nýju fyrir á næsta fundi.

c. Umsóknir Bílabúðar Benna annars vegar og Festi hins vegar um lóðina nr. 41 við Fiskislóð.
Hafnarstjórn óskar eftir minnisblaði varðandi umsóknirnar, sem lagt verði fyrir næsta fund.

5. Heimild til sölu á dráttarbátnum Jötni.
Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að auglýsa dráttarbátinn Jötunn til sölu og ganga frá sölu bátsins þegar viðunandi tilboð liggur fyrir.

6. Erindi og gögn varðandi ósk um umsögn vegna hafnsöguréttinda.
Lagt fram.

7. Tilkynningar og gögn vegna sóttvarnaráætlunar.
Gerð var grein fyrir stöðu mála, fundum með embætti Landlæknis og aðgerðum í samræmi við viðbragðsáætlun.

8. Kjarasamningamál.
a. Kjarasamningur Faxaflóahafna sf. við Sameyki.
b. Kjarasamningur Faxaflóahafna sf. við VM félag vélstjóra og málmtæknimanna, Samiðn og Félag skipstjórnenda.
c. Minnisblað hafnarstjóra um efni samninganna.
Gerð grein fyrir niðurstöðu viðræðna við Sameyki, VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Félags skipstjórnenda og Samiðn. Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samninga fyrir sitt leyti.

9. Erindi Þróunarfélags Grundartanga ehf. dags. 18.12.2019 þar sem óskað er eftir framlagi vegna þróunarverkefna á vegum félagsins á Grundartanga.
Lögð fram gögn um verkefni þróunarfélagsins. Hafnarstjórn samþykkir að leggja til framlag að fjárhæð kr. 10,0 mkr. sem komi af rekstrarliðnum „rannsóknir og ráðgjöf“. Byggt er á þeirri forsendu að fleiri aðilar leggi til fjármagn til verkefnanna. Styrkur hafnarstjórnar er einkum ætlaður verkefnum á sviði fullnýtingar umframorku og markaðssetningar athafnasvæðisins á Grundartanga.
ÓA vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

10. Samkomulag við Innri endurskoðun dags. 10.2.2017. Yfirferð og endurskoðun samkomulagsins.
Hafnarstjórn samþykkir að fá fulltrúa Innri endurskoðunar til viðræðna um áframhaldandi vinnu.

11. Styrkir:
a. Ósk Hvalfjarðarsveitar um styrk kr. 1.7 Mkr. til að reisa skilti á a.m.k. 10 stöðum vegna verkefnis sem felst í merkingu sögu- og merkisstaða sem miðlar sögu svæðisins.
Hafnarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 500.000.
DO vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

12. Starfsmannamál.
a. Ráðning í starf forstöðumanns tæknideildar.
b. Bréf hafnarstjóra dags. 26.2.2020.
Í starf forstöðumanns tæknideildar hefur verið ráðin Inga Rut Hjaltadóttir.
Vegna fyrirhugaðra starfsloka hafnarstjóra er formanni falið að leggja fram tillögu að auglýsingar- og ráðningarferli á næsta fundi stjórnar.

13. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0240. Kaupandi Hallgrímur Helgason.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að starfsemin sé innan ákvæða lóðaleigusamnings og deiliskipulags.

14. Önnur mál.
Næsti stjórnarfundur er ákveðinn föstudaginn 20. mars kl. 09:00.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 11:00

FaxaportsFaxaports linkedin