Ár 2019, föstudaginn 8. nóvember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í Sjávarklasanum og hófst fundurinn kl. 10:00

Mætt:

Skúli Helgason, formaður
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Örn Þórðarson
Ragnar B. Sæmundsson
Marta Guðjónsdóttir
Magnús Már Snorrason
Daníel Ottesen
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

Áheyrnarfulltrúar:

Ólafur Adolfsson
Guðbjörg Erna Erlingsdóttir

Auk þess sátu fundinn: Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Gunnar Tryggvason, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri,  sem ritaði fundargerð.

  1. Níu mánaða uppgjör rekstrar og framkvæmda ásamt greinargerð hafnarstjóra.
    Lagt fram.  Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu fjárhagsstærðum og stöðu mála miðað við fjárhagsáætlun ársins.

  1. Skýrsla Ernst og Young, dags. í okt. 2019 um hafnarþjónustu við losun og lestun skipa.
    Lögð fram.

  1. Gjaldskrármál.
    Hafnarstjóri fór yfir atriði gjaldskrár sem þarfnast skoðunar.

4. Lóða- og skipulagsmál:

    • Erindi Eimskipa þar sem óskað er eftir breytingum á lóðamörkum Korngarða 2, Reykjavík.
      Hafnarstjórn samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.
    • Erindi Reykjavíkurborgar dags. 30.8.2019 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að staðsetningu smáhýsa.
      Hafnarstjórn felur skipulagstjóra að senda umsögnina í samræmi við umræður á fundinum.
    • Umsókn Reykjavíkurborgar um að fá lóðinni Héðinsgötu 8 úthlutað fyrir 1-5 þ.b. 30 m2. smáhýsi.
      Afgreiðslu frestað.
  1. Umsókn/umsögn:
    • Umsókn Ólafs Hallgrímssonar skipstjóra, þar sem óskað er eftir umsögn Faxaflóahafna vegna umsóknar hans að fá réttindi leiðsögu- og hafnsögumanns skipa á Faxaflóa.
      Hafnarstjóri fór yfir reglur um hafnsögu og réttindi hafnsögumanna.  Hafnarstjórn samþykkir þá tillögu að umsögn sem liggur fyrir.

  1. Beiðni um styrk:
    • Erindi Jóhanns Sigmarssonar dags, 18.10.2019 þar sem óskað er eftir þátttöku Faxaflóahafna sf. og kaup á skúlptúr af karlalandsliði Íslands í knattspyrnu, en ætlunin er að skapa 11 gegnheilar viðar höggmyndir  af liðinu fyrir KSÍ.
      Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu.

  1. Forkaupsréttarmál:
    • Erindi Tröllaferða ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 45, Reykjavík. Fasta nr. 229-6858.  Kaupandi Tröll Fasteignir ehf.
    • Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0254.  Kaupandi Örn Bárður Jónsson.
    • Erindi Plastprent ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni Köllunarklettsvegur 1, F2015799, L103868. Kaupandi hafnagarður ehf.
      Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti ofangreindra eigna með venjulegum fyrirvara um að starfsemi á lóðunum sé í samræmi við deiliskipulag og lóðaleigusamninga.  Hafnarstjóra heimilað að ganga frá nýjum lóðaleigusamningi vegna lóðarinnar Köllunarklettsvegur 1.

  1. Yfirlýsing 10 hafna um samstarf á sviði umhverfismála.
    Lagt fram. Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með fyrirhugað samstarf.

  1. Starfsdagur stjórnar:
    Kynning á Sjávarklasanum – verkefni og þróun
    Á fundinn mætti Þór Sigfússon og fór hann yfir ýmis mál varðandi starfsemi Sjávarklasans.
    Kynning á skýrslu Ernst & Young um hafnarþjónustu .
    Á fundinn mættu Rebekka Jóhannesdóttir og Róbert Róbertsson og fóru þau yfir fyrirliggjandi skýrslu Ernst & Young um hafnarþjónustu í Sundahöfn.
    Gjaldskrármál
    Hafnarstjóri fór yfir ýmis atriði varðandi vörugjöld og tengd atriði.
    Landtengingar skipa – verkefni – möguleikar og stefna
    Gunnar Tryggvason, aðstoðarhafnarstjóri gerði grein fyrir verkefnum framundan varðandi háspennutengingar skipa.
    Farþegaskip – aðstaða – þróun
    Erna Kristjánsdóttir, markaðs- og gæðastjóri fór yfir þróun í komum farþegaskipa, verkefnum og þróun á því sviði.     Eigendastefna, sameignarsamningur og góðir stjórnarhættir.
    Helga Hlín Hákonardóttir hdl. mætti á fundinn og ræddi ýmis mál varðandi sameignarsamning Faxaflóahafna, atriði eigendastefnu og góða stjórnarhætti.
    Framtíðarsýn Faxaflóahafna sf
    Hafnarstjóri fór yfir ýmis atriði varðandi framtíðar verkefni og sýn á ýmsa þætti í starfsemi Faxaflóahafna.

Undir hverjum dagskrárlið voru fyrirspurnir og umræður.

Fleira ekki gert,

fundi slitið kl. 16:00

FaxaportsFaxaports linkedin