Ár 2019, föstudaginn 8. nóvember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í Sjávarklasanum og hófst fundurinn kl. 10:00
Mætt:
Skúli Helgason, formaður
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Örn Þórðarson
Ragnar B. Sæmundsson
Marta Guðjónsdóttir
Magnús Már Snorrason
Daníel Ottesen
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir
Áheyrnarfulltrúar:
Ólafur Adolfsson
Guðbjörg Erna Erlingsdóttir
Auk þess sátu fundinn: Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Gunnar Tryggvason, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð.
- Níu mánaða uppgjör rekstrar og framkvæmda ásamt greinargerð hafnarstjóra.
Lagt fram. Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu fjárhagsstærðum og stöðu mála miðað við fjárhagsáætlun ársins.
- Skýrsla Ernst og Young, dags. í okt. 2019 um hafnarþjónustu við losun og lestun skipa.
Lögð fram.
- Gjaldskrármál.
Hafnarstjóri fór yfir atriði gjaldskrár sem þarfnast skoðunar.
4. Lóða- og skipulagsmál:
- Erindi Eimskipa þar sem óskað er eftir breytingum á lóðamörkum Korngarða 2, Reykjavík.
Hafnarstjórn samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.
- Erindi Eimskipa þar sem óskað er eftir breytingum á lóðamörkum Korngarða 2, Reykjavík.
- Erindi Reykjavíkurborgar dags. 30.8.2019 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að staðsetningu smáhýsa.
Hafnarstjórn felur skipulagstjóra að senda umsögnina í samræmi við umræður á fundinum.
- Umsókn Reykjavíkurborgar um að fá lóðinni Héðinsgötu 8 úthlutað fyrir 1-5 þ.b. 30 m2. smáhýsi.
Afgreiðslu frestað.
- Erindi Reykjavíkurborgar dags. 30.8.2019 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að staðsetningu smáhýsa.
- Bréf Þingvangs dags. 5.11.2019 þar sem mótmælt er úthlutun lóðar og fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi vegna Héðinsgötu 8, Reykjavík ásamt stjórnsýslukæru dags. 15.8.2019 ásamt fylgigögnum og greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 28.10.2019.
Lagt fram.
- Úthlutaðar lóðir.
Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi tvær úthlutaðar lóðir þar sem byggingaframkvæmdir eru ekki farnar af stað.
- Bréf Þingvangs dags. 5.11.2019 þar sem mótmælt er úthlutun lóðar og fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi vegna Héðinsgötu 8, Reykjavík ásamt stjórnsýslukæru dags. 15.8.2019 ásamt fylgigögnum og greinargerð Reykjavíkurborgar dags. 28.10.2019.
- Umsókn/umsögn:
- Umsókn Ólafs Hallgrímssonar skipstjóra, þar sem óskað er eftir umsögn Faxaflóahafna vegna umsóknar hans að fá réttindi leiðsögu- og hafnsögumanns skipa á Faxaflóa.
Hafnarstjóri fór yfir reglur um hafnsögu og réttindi hafnsögumanna. Hafnarstjórn samþykkir þá tillögu að umsögn sem liggur fyrir.
- Umsókn Ólafs Hallgrímssonar skipstjóra, þar sem óskað er eftir umsögn Faxaflóahafna vegna umsóknar hans að fá réttindi leiðsögu- og hafnsögumanns skipa á Faxaflóa.
- Beiðni um styrk:
- Erindi Jóhanns Sigmarssonar dags, 18.10.2019 þar sem óskað er eftir þátttöku Faxaflóahafna sf. og kaup á skúlptúr af karlalandsliði Íslands í knattspyrnu, en ætlunin er að skapa 11 gegnheilar viðar höggmyndir af liðinu fyrir KSÍ.
Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu.
- Erindi Jóhanns Sigmarssonar dags, 18.10.2019 þar sem óskað er eftir þátttöku Faxaflóahafna sf. og kaup á skúlptúr af karlalandsliði Íslands í knattspyrnu, en ætlunin er að skapa 11 gegnheilar viðar höggmyndir af liðinu fyrir KSÍ.
- Forkaupsréttarmál:
- Erindi Tröllaferða ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 45, Reykjavík. Fasta nr. 229-6858. Kaupandi Tröll Fasteignir ehf.
- Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0254. Kaupandi Örn Bárður Jónsson.
- Erindi Plastprent ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni Köllunarklettsvegur 1, F2015799, L103868. Kaupandi hafnagarður ehf.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti ofangreindra eigna með venjulegum fyrirvara um að starfsemi á lóðunum sé í samræmi við deiliskipulag og lóðaleigusamninga. Hafnarstjóra heimilað að ganga frá nýjum lóðaleigusamningi vegna lóðarinnar Köllunarklettsvegur 1.
- Yfirlýsing 10 hafna um samstarf á sviði umhverfismála.
Lagt fram. Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með fyrirhugað samstarf.
- Starfsdagur stjórnar:
Kynning á Sjávarklasanum – verkefni og þróun
Á fundinn mætti Þór Sigfússon og fór hann yfir ýmis mál varðandi starfsemi Sjávarklasans.
Kynning á skýrslu Ernst & Young um hafnarþjónustu .
Á fundinn mættu Rebekka Jóhannesdóttir og Róbert Róbertsson og fóru þau yfir fyrirliggjandi skýrslu Ernst & Young um hafnarþjónustu í Sundahöfn.
Gjaldskrármál
Hafnarstjóri fór yfir ýmis atriði varðandi vörugjöld og tengd atriði.
Landtengingar skipa – verkefni – möguleikar og stefna
Gunnar Tryggvason, aðstoðarhafnarstjóri gerði grein fyrir verkefnum framundan varðandi háspennutengingar skipa.
Farþegaskip – aðstaða – þróun
Erna Kristjánsdóttir, markaðs- og gæðastjóri fór yfir þróun í komum farþegaskipa, verkefnum og þróun á því sviði. Eigendastefna, sameignarsamningur og góðir stjórnarhættir.
Helga Hlín Hákonardóttir hdl. mætti á fundinn og ræddi ýmis mál varðandi sameignarsamning Faxaflóahafna, atriði eigendastefnu og góða stjórnarhætti.
Framtíðarsýn Faxaflóahafna sf
Hafnarstjóri fór yfir ýmis atriði varðandi framtíðar verkefni og sýn á ýmsa þætti í starfsemi Faxaflóahafna.
Undir hverjum dagskrárlið voru fyrirspurnir og umræður.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 16:00