Sem kunnugt er hyggur fyrirtækið Silicor Materials á framleiðslu sólarkísils á Grundartanga.
Unnið er að ýmsum þáttum verkefnsins en nokkur umræða hefur orðið um umhverfisáhrif af framleiðslunni. Fyrir liggja gögn sem gefa mynd af umhverfisáhrifum verkefnisins, sem talin eru óveruleg. M.a. má sjá hér úrskurð Skipulagsstofnunar þar sem niðurstaðan er að ekki þykir ástæða til að fram fari umhverfismat verkefnisins. Hér má sjá úrskurð Skipulagsstofnunar: http://www.skipulagsstofnun.is/media/attachments/Umhverfismat/1019/201403033.pdf
Í úrskurði Skipulagsstofnunar segir m.a.: „Skipulagsstofnun telur að áhrif starfseminnar á loftgæði og gæði yfirborðsvatns verði óveruleg. Því veldur fyrst og fremst að unnið er að því að fullhreinsa hráefni sem er mjög hreint þegar það er tekið til vinnslu og framleiðslan felur ekki í sér útblástur eða útskolun mengunarefna, heldur er unnið með lokaðan framleiðsluferil þar sem öll framleiðslan og hliðarafurðir nýtast sem söluvara. Starfsemin felur hvorki í sér útblástur af flúor né brennisteinsdíoxíði og hefur því engin áhrif á stærð þynningarsvæðis fyrir iðjuverin á Grundartanga eða aukið mengunarálag innan þess. Sú mengun sem berst frá starfseminni til andrúmslofts er ryk en miðað við framlagðar upplýsingar um magn og samsetningu þess telur Skipulagsstofnun að áhrif af völdum þess verði óveruleg.“
Af hálfu Faxaflóahafna sf. og Hvalfjarðarsveitar hefur áhersla verið lögð á að ný starfsemi á Grundartanga hafi lágmarks umhverfisáhrif og frekari skref verða tekin á næstu misserum til að undirstrika þessa áherslu. Hér má sjá kynningu Silicor Materials á verkefninu: Íslensk kynning – Silicor Materials á Íslandi 20 maí 2014
Nánari umfjöllun um efnið má sjá hér: Frettabladid 28th of July 2014 og hér: Morgunbladid 28th of July 2014
Á vefsíðu Nýsköpunarmiðstöðvar má sjá eftirfarandi umfjöllun: http://nmi.is/frettir/2014/03/komu-silicor-til-landsins-ber-ad-fagna-sem-miklu-skrefi-i-att-til-framfara/