The Disney Magic at SeaÍ fréttatilkynningu frá skipafélaginu Disney Cruise Line kom fram að skemmtiferðaskipið Disney Magic er áætlað til Reykjavíkur í júli á næsta ári og stoppar yfir nótt við Skarfabakka. Skipið er 84.000 rúmlestir að stærð og rúmar 1.750 farþega og smíðað 1998. Það er hið heimskunna fyrirtæki Walt Disney World í Florida, USA, sem á og rekur skipið.
Skipið er skreytt með öllu því besta frá Disney í Orlando og má sjá Mikka Mús, Goofy og Litlu hafmeyjuna í sölum skipsins. Skip Disney Cruise Lines eru sérstaklega hönnuð og byggð fyrir fjölskyldufólk og aldurstakmörkin eru þau að yngri börn en 12 vikna fá ekki pláss um borð en allir þar fyrir ofan eru velkomnir með mömmu og pabba. Skemmtiatriði eru öll ættuð úr Disney fjölskyldunni og verslanir selja varning sem minnir ónneitanlega á upprunann.
Það eru aðeins örfá ár síðan Disney Cruise Line ákvað að bjóða upp á ferðir með sínum skipum um Evrópu og þetta er í fyrsta skipti sem skip siglir á norðurslóðir. Ferðin til Íslands tekur 11 daga og hefst í Kaupmannahöfn og upp með norsku ströndinni og þaðan yfir til Akureyrar og svo til Reykjavíkur. Frá Reykjavík fer Disney Magic til Þórshafnar og ferðin endar í Dover á Englandi.

FaxaportsFaxaports linkedin