Sjómannadaginn ber upp þann 12. júní í ár þar sem hann er ávallt haldinn eftir hvítasunnuhelgina.
Sjómannadagurinn hefur verið kynntur sem hluti af Hátíð hafsins undanfarin ár og hafa hátíðarhöldin staðið yfir í tvo daga. Að þessu sinni verða hátíðahöldin á sjálfan sjómannadaginn og öllu tjaldað til.
Hátíðin er fjölskylduhátíð sem leggur áherslu á fróðleik um hafið og lífríki þess fyrir fólk á öllum aldri.
Það eru Faxaflóahafnir, Sjómannadagsráð og Brim sem eru bakhjarlar hátíðarinnar.
Hægt er að nálgast upplýsingar um hátíðina á vefsíðunum sjomannadagurinn.is og borginokkar.is/sjomannadagurinn.