Eftir hádegið í dag, 2. júní, lagðist Adventure of the Seas að bryggju í Reykjavík.
Skipið er 137.000 brúttó tonn er stærsta skip sem kemur til Reykjavíkur í sumar.
Með skipinu eru 3.000 farþegar, flestir Bretar ásamt Bandaríkjamönnum, en í áhöfn eru 1.200 manns.
Adventure of the Seas er að koma frá Southampton í Bretlandi og fer frá Reykjavík áleiðis til Akureyrar.
Skipið stoppar yfir nótt hér og hafa farþegar því einkar gott tækifæri til að njóta þess sem borgin býður upp á.