vikingurÍ dag, föstudaginn 18. desember 2015, siglir Víkingur AK 100 inn í höfnina á Akranesi, en skipið er nýsmíði fyrir HB Granda.
Vikingur er uppsjávarveiðiskip smíðað í Tyrklandi eins og systurskipskipið Venus sem kom til landsins fyrr á þessu ári.
Skipið er 3670 brúttotonn að stærð, 72 metra langt og 17 metra breitt. Um borð í skipinu er frysti og kælibúnaður fyrir uppsjávarfisk. Aðalvél er Wärtsila 4500 kw og 3 ljósavélar eru í skipinu. Siglingatæki, stýrisbúnaður og fjarskiptakerfi eru af fullkomnustu gerð og allt meira og minna tölvustýrt.
Víkingur lagði af stað frá skipasmíðastöðinni í Tyrklandi þann 5. desember og hefur ferðin heim gengið mjög vel að sögn áhafnar.
Hinn nýji Víkingur tekur við nafni og númeri af gamla Víkingi, sem var smíðaður árið 1960 og gerður út frá Akranesi þar til fyrir 4 árum. Faxaflóahafnir sf. óska áhöfn og útgerð allra heilla á nýju skipi.

FaxaportsFaxaports linkedin