Faxaflóahöfnum sf. var að berast þetta skemmtilega myndband frá Hátíð hafsins. Hátíðin samanstendur af tveimur hátíðardögum, Hafnardeginum sem haldinn er á laugardeginum og Sjómannadeginum, sem haldinn er á sunnudeginum.
Þeir sem standa að baki hátíðarinnar eru Faxaflóahafnir og Sjómannadagsráð. Í ár eru 100 ár liðin frá því að fyrsta áfanga hafnargerðar í Gömlu höfninni í Reykjavík lauk og 80 ár liðin frá því að Sjómannadagsráð var stofnað.
Njótið !