Alls bárust 45 umsóknir um þrjú verslunarpláss á Grandanum og Geirsgötu í Gömlu höfninni og því ljóst að eftirspurn var verulega umfram framboð. Því var gert samkomulag við leigendur í tveimur rýmum til viðbótar, við Grandagarð um að rýma þau pláss  fyrir 15. apríl næstkomandi.
Í framhaldi af því hafa verið teknar upp viðræður við eftirtalda aðila um viðkomandi rými:
Geirsgata 5A: Reiðhjólaverslunin Berlín
Sala á klassískum reíðhjólum og tengdum vörum
Grandagarður 19: Tilefni ehf.
Handverkskökuhús
Grandagarður 29: Þórarinn Jónsson og Lisa Bojije af Gennaes
Sérverslun með nautakjöt
Grandagarður 31: Jens ehf.
Gullsmíðaverkstæði og sala á skartgripum
Grandagarður 33: Decor ehf.
Sala á borðbúnaði og gjafavöru
Verði ekki af gerð samnings við ofangreinda aðila þá verður nýr aðili kallaður til úr hópi umsækjanda.

FaxaportsFaxaports linkedin