Laugardaginn 30. nóvember voru ljósin tendruð á Hamborgartrénu sem að venju er staðsett á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Þetta var í 49. skiptið sem jólatré barst frá vinum Reykjavíkurhafnar í Hamborg en gjöfin er þakklætisvottur til íslenskra togarsjómanna sem gáfu svöngu fóki fiskisúpu á eftirstríðsárunum í Hamborg.
Að þessu sinni kom hafnarstjórinn í Hamborg, Wolfgang Hurtienne með trénu ásamt Michael Wilkens frá Buss Hansa Terminal í Hamborgarhöfn en þar er Eimskip með aðsetur. Ánægjulegt var að Horst Grubert kom með trénu en þetta var í 25.  sem hann kemur með jólatré til Reykjavíkur.  Hartwig Goessler, lögfræðingur og endurskoðandi í Hamborg, og Frau Anna Ludwig voru einnig með hópnum.
Eimskip hefur alltaf flutt tréð endurgjaldslaust og því var ekki undantekning nú en Buss Hansa styrkti einnig framtakið. Sendiherra Þýskalands, Thomas Meister, ávarpaði hópinn við tréð og Hjálmar Sveinsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna sf., þakkaði gjöfina. Á eftir buðu Faxaflóahafnir sf., öllum í heitt súkkulaði í Hafnarhúsinu og félagar úr Lúðrasveit Hafnarfjarðar léku jólalögin.

Authority

Hartwig Goessler und
Frau Anna Ludwig – Germany Consulting,Hamburg

Michael Wilkens – Buss Hansa Terminal12-IMG_1678Laugardaginn 30. nóvember voru ljósin tendruð á Hamborgartrénu sem að venju er staðsett á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Þetta var í 49. skiptið sem jólatré barst frá vinum Reykjavíkurhafnar í Hamborg en gjöfin er þakklætisvottur til íslenskra togarsjómanna sem gáfu svöngu fóki fiskisúpu á eftirstríðsárunum í Hamborg.
Að þessu sinni kom hafnarstjórinn í Hamborg, Wolfgang Hurtienne með trénu ásamt Michael Wilkens frá Buss Hansa Terminal í Hamborgarhöfn en þar er Eimskip með aðsetur. Ánægjulegt var að Horst Grubert kom með trénu en þetta var í 25.  sem hann kemur með jólatré til Reykjavíkur.  Hartwig Goessler, lögfræðingur og endurskoðandi í Hamborg, og Frau Anna Ludwig voru einnig með hópnum.

10-IMG_1674

Hafnarstjórar Hamborgar og Faxaflóahafna


Eimskip hefur alltaf flutt tréð endurgjaldslaust og því var ekki undantekning nú en Buss Hansa styrkti einnig framtakið.
Sendiherra Þýskalands, Thomas Meister, ávarpaði hópinn við tréð og Hjálmar Sveinsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna sf., þakkaði gjöfina. Á eftir buðu Faxaflóahafnir sf., öllum í heitt súkkulaði í Hafnarhúsinu og félagar úr Lúðrasveit Hafnarfjarðar léku jólalögin.

FaxaportsFaxaports linkedin