Gamla höfnin tekur vel á móti skipum þessa dagana nú þegar sólin er farin að skína.  IMG_0630Tvö skemmtiferðaskip hafa verið samtímis í höfninni – annars vegar Fram og Sea Explorer, en við brottför Fram kom skipið Ocean Diamond. Það skip mun verða með Gömlu höfnina sem heimahöfn, en skipið mun sigla umhverfis Ísland í sumar með viðkomu á nokkrum höfnum á þeirri leið.
Siglingar Ocean Diamond er verkefni sem lengi hefur verið beðið eftir að yrði að veruleika og ánægjulegt að tekið sé á móti skipinu, áhöfn þess og farþegum með sól og blíðu.
Í sumar mun í nokkur skipti verða fleiri en eitt skemmtiferðaskip í Gömlu höfninni. Stefnan er sú að taka smærri skemmtiferðaskip inn í Gömlu höfnina eins og kostur er, en heimsóknum smærri skipa fer fjölgandi og með góðu samstarfi við Landhelgisgæsluna og Hafrannsóknarstofnun þá verður viðlegupláss á Faxagarði nýtt eins og kostur er auk Miðbakkans sem er hinn hefðbundni viðlegubakki fyrir skemmtiferðaskip.
IMG_0640

FaxaportsFaxaports linkedin