
Jólatréð á Miðbakka
Laugardaginn, 24. nóvember, var kveikt á jólatrénu frá Hamborg í 42. skiptið.
Það er félagið Wikingerrunde í Hamborg sem viðheldur þessum ágæta sið að senda jólatré til Reykjavíkur.
Formaður félagsins, Horst Grubert, ásamt Gerard Balazs og Andrea Kubeile komu með trénu og afhendu það við fallega athöfn á Miðbakka og var margt manna þar samankomið.
Kór Kársnesskóla í Kópavogi söng jólalög undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.
Eftir að búið var að kveikja á trénu buðu Faxaflóahafnir sf. gestum upp á heitt súkkulaði og kleinur í Listasafni Reykjavíkur.
Björn Ingi Hrafnsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna þakkaði fyrir tréð og og Karl-Ulrich Müller, sendiherra Þýskalands ávarpaði gesti.
