Fimmtudaginn 21. nóvermber var bókin „Hér heilsast skipin“ gefin út við athöfn í Sjóminjasafninu Víkinni að viðstöddu fjölmenni.  Það er Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, sem skrifaði verkið, sem kemur út í tveimur bindum og ríkulega myndskreytt.  Uppheimar annast útgáfu verksins.  Heiti ritverksins er vísun í ljóðlínu eftir borgarskáldið Tómas Guðmundsson, en honum var höfnin og hafnarstarfsemin hugleikin og innblástur margra ljóða sinna.  Ráðist var í ritun „Hér heilsast skipin“ að tilhlutan Faxaflóahafna sf. í tilefni þess að árið 1913 hófst gerð Gömlu hafnarinnar í Reykjavík og þó svo að henni hafi formlega lokið í nóvember árið 1917 þá hefur Gamla höfnin þróast allt til dagsins í dag með nýjum mannvirkjum og breyttri starfsemi á landi.  „Hér heilsast skipin“ fjallar einnig um Sundahöfn, Grundartangahöfn, Akraneshöfn og Borgarneshöfn, en ekki síður er varpað ljósi á forsöguna þegar engar voru hafnirnar til þess að þjóna flutningum til og frá landinu.  Faxaflóahafnir sf.  færa Guðjóni Friðrikssyni, Uppheimum og öðrum sem að verkinu komu, bestu þakkir fyrir frábærlega unnið verk. Hér heilsast skipin 3
Í tilefni þessara 100 ára tímamóta og útgáfu bókarinnar um hafnir Faxaflóahafna sf. þá ákvað stjórn Faxaflóahafna sf að styrkja nokkur vel valin samfélagsverkefni, sem öll tengjast sögu hafnanna og siglingum um Faxaflóa.
Styrkirnir, alls 11,5 mkr. og styrkþegar voru eftirfarandi:
Endursmíði Aðalbjargar RE 5: Á tímum kreppunnar miklu á fjórða áratug tuttugustu aldar var eikarbáturinn Aðalbjörg RE 5 smíðuð að tilhlutan bæjarstjórnar Reykjavíkur.  Báturinn sem er 30 tonna eikarbátur var smíðaður í Daníelsslipp á árunum 1934 – 1935, vegna slæms atvinnuástands í bænum og átti að vera liður í veiðleitni til „að koma skipa- og bátasmíðum að nýju á innlendar hendur, eins og hjer var fyrir rúmum mannasaldri síðan“ eins og segir í fundargerð bæjarstjórnar.  Aðalbjörg RE 5 var alla tíð happafley og útgerð hennar samofin sögu Gömlu hafnarinnar.  Aðalbjörgu RE 5 var lagt árið 1986 og hún þá gefin Reykjavíkurborg til varðveislu á Árbæjarsafni.  Eftir það hefur ástand hennar farið hrörnandi þrátt fyrir að Reykjavíkurhöfn hafi áður lagt fjármuni til endurbóta á skipinu.  Nú eru síðustu forvöð að endurbyggja Aðalbjörgu RE 5, en hún er nú í húsnæði Faxaflóahafna sf. í Korngörðum og bíður endurbyggingar með það fyrir augum að hún verði að nýju haffær.  Til þess að koma verkefninu af stað hefur því verið ákveðið að styrkja verkefnið um 4,0 mkr.
Umhverfisverkefni á Breiðinni á Akranesi:  Það er eitt af leiðarljósum Faxaflóahafna sf. að Akraneshöfn verði áfram lifandi fiskihöfn.  Í seinni tíð hefur ferðaþjónusta haslað sér völl á hafnarsvæðum og samhljómur milli stjórnar Faxaflóahafna sf. og bæjarstjórnar Akraness að í Akraneshöfn sé afar áhugavert að auka lífið við höfnina með því að gera hana aðlaðandi fyrir hvers kyns haftengda ferðaþjónustu.  Í næsta nágrenni er hinn margrómaði Langisandur og Breiðin, þar sem fjölbreytt saga bæjarins á sér að hluta til rætur í húsum og stakstæðum en áhugaaðilar hafa laðað að fjölda ferðamanna í þá tvo vita sem þar eru.  Akraneskaupstaður hefur uppi áætlanir að bæta umhverfi Breiðarinnar frekar og gera það enn meira aðlaðandi fyrir ferðafólk með ýmsum hætti.  Því leggja Faxaflóahafnir sf. 1,5 mkr. til stuðnings verkefninu.  Hér heilsast skipin 5
Endurbygging Grímshúss í Borgarnesi:  Eftir að höfn kom í Borgarnes árið 1930, bundu ýmsir vonir við að útgerð og fiskvinnsla myndu blómstra í kauptúninu. Samvinnufélagið Grímur var stofnað árið 1933 og síðar gert að hlutafélagi, en fyrirtækið var útgerðarfélag og keypti skipið Eldborgu sem gert var út á síldveiðar og var eitt fengsælast skip flotans á fjórða og fimmta tug 20. aldar. Eldborgin sigldi m.a. á stríðsárunum til Englands með fisk og háði á þeim siglingum ýmsa hildi.  Árið 1942 reisti Grímur hf. hús, sem ætíð síðan hefur verið nefnt Grímshúss.  Húsið var um árabil og niðurníðslu og brann.  Öflugur hópur áhugamanna í Borgarnesi hefur tekið það verkefni að sér að endurbyggja húsið og rímar það vel við þær umhverfisbætur sem Faxaflóahafnir sf. hafa unnið að í Borgarneshöfn.  Faxaflóahafnir sf. hafa lagt verkefninu lið með gerð teikninga af húsinu og nú með framlagi að fjárhæð 1,0 mkr.
Endurbætur á dráttarbátnum Magna:  Árið 1955 byggði Stálsmiðjan í Reykjavík fyrsta stálskipið sem smíðað var á Íslandi og var það dráttarbáturinn Magni.  Reykjavíkurhöfn samdi við Stálsmiðjuna um verkefnið en Hjálmar R. Bárðarson, skipaverkfræðingur hannaði skipið.  Magni þjónaði Reykjavíkurhöfn allt frá þeim tíma til ársins 1986 að nýr Magni leysti þann gamla af hólmi.  Og enn kom nýr Magni til Faxaflóahafna sf. árið 2008.  Þeir dráttarbátar sem borið hafa nafnið Magni hafa allir verið bestu dráttarbátar sem völ er á í hafnarrekstri á Íslandi, en sá sem afhentur var Sjóminjasafninu Víkinni til varðveislu árið 2008 merkilegur m.a. fyrir að vera íslensk hönnun og fyrsta stálskip smíðað á Íslandi.  Fyrir liggur að Sjóminjasafnið þarf að leggja fjármuni í endurbætur Magna og það verkefni styrkt að fjárhæð 4,0 mkr.  Hér heilsast skipin 2
Hernámssafnið að Hlöðum í Hvalfjarðarsveit:  Hernámssaga Hvalfjarðar er mikil og merk og því hefur Hernámssetur verið sett upp að Hlöðum sem segir sögu hernáms í Hvalfirði frá árunum 1940 til 1945. Hernámsetrið að Hlöðum hefur skapað spennandi sýningu þar sem sjá má minjar sem tengjast sögu og menningu þeirra atburða sem urðu í Hvalfirði á þessum umrótatímum.  M.a. er þar sagt frá siglingum bandamanna á styrjaldarárunum, en Hvalfjörður gegndi veigamiklu hlutverki sem athvarf kaupskipa og bryndreka þau ár sem hildarleikurinn stóð yfir.  Í Hvalfirði eru enn allnokkrar minjar um styrjaldarárin og því veittur styrkur að fjárhæð 1,0 mkr. til að minnast siglinganna og skipaferða um Hvalfjörð á þessum tíma.
Hér heilsast skipin 8 Hér heilsast skipin 1 Hér heilsast skipin 6 Hér heilsast skipin 7 Hér heilsast skipin 4Fimmtudaginn 21. nóvermber var bókin „Hér heilsast skipin“ gefin út við athöfn í Sjóminjasafninu Víkinni að viðstöddu fjölmenni.  Það er Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, sem skrifaði verkið, sem kemur út í tveimur bindum og ríkulega myndskreytt.  Uppheimar annast útgáfu verksins.  Heiti ritverksins er vísun í ljóðlínu eftir borgarskáldið Tómas Guðmundsson, en honum var höfnin og hafnarstarfsemin hugleikin og innblástur margra ljóða sinna.  Ráðist var í ritun „Hér heilsast skipin“ að tilhlutan Faxaflóahafna sf. í tilefni þess að árið 1913 hófst gerð Gömlu hafnarinnar í Reykjavík og þó svo að henni hafi formlega lokið í nóvember árið 1917 þá hefur Gamla höfnin þróast allt til dagsins í dag með nýjum mannvirkjum og breyttri starfsemi á landi.  „Hér heilsast skipin“ fjallar einnig um Sundahöfn, Grundartangahöfn, Akraneshöfn og Borgarneshöfn, en ekki síður er varpað ljósi á forsöguna þegar engar voru hafnirnar til þess að þjóna flutningum til og frá landinu.  Faxaflóahafnir sf.  færa Guðjóni Friðrikssyni, Uppheimum og öðrum sem að verkinu komu, bestu þakkir fyrir frábærlega unnið verk. Hér heilsast skipin 3
Í tilefni þessara 100 ára tímamóta og útgáfu bókarinnar um hafnir Faxaflóahafna sf. þá ákvað stjórn Faxaflóahafna sf að styrkja nokkur vel valin samfélagsverkefni, sem öll tengjast sögu hafnanna og siglingum um Faxaflóa.
Styrkirnir, alls 11,5 mkr. og styrkþegar voru eftirfarandi:
Endursmíði Aðalbjargar RE 5: Á tímum kreppunnar miklu á fjórða áratug tuttugustu aldar var eikarbáturinn Aðalbjörg RE 5 smíðuð að tilhlutan bæjarstjórnar Reykjavíkur.  Báturinn sem er 30 tonna eikarbátur var smíðaður í Daníelsslipp á árunum 1934 – 1935, vegna slæms atvinnuástands í bænum og átti að vera liður í veiðleitni til „að koma skipa- og bátasmíðum að nýju á innlendar hendur, eins og hjer var fyrir rúmum mannasaldri síðan“ eins og segir í fundargerð bæjarstjórnar.  Aðalbjörg RE 5 var alla tíð happafley og útgerð hennar samofin sögu Gömlu hafnarinnar.  Aðalbjörgu RE 5 var lagt árið 1986 og hún þá gefin Reykjavíkurborg til varðveislu á Árbæjarsafni.  Eftir það hefur ástand hennar farið hrörnandi þrátt fyrir að Reykjavíkurhöfn hafi áður lagt fjármuni til endurbóta á skipinu.  Nú eru síðustu forvöð að endurbyggja Aðalbjörgu RE 5, en hún er nú í húsnæði Faxaflóahafna sf. í Korngörðum og bíður endurbyggingar með það fyrir augum að hún verði að nýju haffær.  Til þess að koma verkefninu af stað hefur því verið ákveðið að styrkja verkefnið um 4,0 mkr.
Umhverfisverkefni á Breiðinni á Akranesi:  Það er eitt af leiðarljósum Faxaflóahafna sf. að Akraneshöfn verði áfram lifandi fiskihöfn.  Í seinni tíð hefur ferðaþjónusta haslað sér völl á hafnarsvæðum og samhljómur milli stjórnar Faxaflóahafna sf. og bæjarstjórnar Akraness að í Akraneshöfn sé afar áhugavert að auka lífið við höfnina með því að gera hana aðlaðandi fyrir hvers kyns haftengda ferðaþjónustu.  Í næsta nágrenni er hinn margrómaði Langisandur og Breiðin, þar sem fjölbreytt saga bæjarins á sér að hluta til rætur í húsum og stakstæðum en áhugaaðilar hafa laðað að fjölda ferðamanna í þá tvo vita sem þar eru.  Akraneskaupstaður hefur uppi áætlanir að bæta umhverfi Breiðarinnar frekar og gera það enn meira aðlaðandi fyrir ferðafólk með ýmsum hætti.  Því leggja Faxaflóahafnir sf. 1,5 mkr. til stuðnings verkefninu.  Hér heilsast skipin 5
Endurbygging Grímshúss í Borgarnesi:  Eftir að höfn kom í Borgarnes árið 1930, bundu ýmsir vonir við að útgerð og fiskvinnsla myndu blómstra í kauptúninu. Samvinnufélagið Grímur var stofnað árið 1933 og síðar gert að hlutafélagi, en fyrirtækið var útgerðarfélag og keypti skipið Eldborgu sem gert var út á síldveiðar og var eitt fengsælast skip flotans á fjórða og fimmta tug 20. aldar. Eldborgin sigldi m.a. á stríðsárunum til Englands með fisk og háði á þeim siglingum ýmsa hildi.  Árið 1942 reisti Grímur hf. hús, sem ætíð síðan hefur verið nefnt Grímshúss.  Húsið var um árabil og niðurníðslu og brann.  Öflugur hópur áhugamanna í Borgarnesi hefur tekið það verkefni að sér að endurbyggja húsið og rímar það vel við þær umhverfisbætur sem Faxaflóahafnir sf. hafa unnið að í Borgarneshöfn.  Faxaflóahafnir sf. hafa lagt verkefninu lið með gerð teikninga af húsinu og nú með framlagi að fjárhæð 1,0 mkr.
Endurbætur á dráttarbátnum Magna:  Árið 1955 byggði Stálsmiðjan í Reykjavík fyrsta stálskipið sem smíðað var á Íslandi og var það dráttarbáturinn Magni.  Reykjavíkurhöfn samdi við Stálsmiðjuna um verkefnið en Hjálmar R. Bárðarson, skipaverkfræðingur hannaði skipið.  Magni þjónaði Reykjavíkurhöfn allt frá þeim tíma til ársins 1986 að nýr Magni leysti þann gamla af hólmi.  Og enn kom nýr Magni til Faxaflóahafna sf. árið 2008.  Þeir dráttarbátar sem borið hafa nafnið Magni hafa allir verið bestu dráttarbátar sem völ er á í hafnarrekstri á Íslandi, en sá sem afhentur var Sjóminjasafninu Víkinni til varðveislu árið 2008 merkilegur m.a. fyrir að vera íslensk hönnun og fyrsta stálskip smíðað á Íslandi.  Fyrir liggur að Sjóminjasafnið þarf að leggja fjármuni í endurbætur Magna og það verkefni styrkt að fjárhæð 4,0 mkr.  Hér heilsast skipin 2
Hernámssafnið að Hlöðum í Hvalfjarðarsveit:  Hernámssaga Hvalfjarðar er mikil og merk og því hefur Hernámssetur verið sett upp að Hlöðum sem segir sögu hernáms í Hvalfirði frá árunum 1940 til 1945. Hernámsetrið að Hlöðum hefur skapað spennandi sýningu þar sem sjá má minjar sem tengjast sögu og menningu þeirra atburða sem urðu í Hvalfirði á þessum umrótatímum.  M.a. er þar sagt frá siglingum bandamanna á styrjaldarárunum, en Hvalfjörður gegndi veigamiklu hlutverki sem athvarf kaupskipa og bryndreka þau ár sem hildarleikurinn stóð yfir.  Í Hvalfirði eru enn allnokkrar minjar um styrjaldarárin og því veittur styrkur að fjárhæð 1,0 mkr. til að minnast siglinganna og skipaferða um Hvalfjörð á þessum tíma.
Hér heilsast skipin 8 Hér heilsast skipin 1 Hér heilsast skipin 6 Hér heilsast skipin 7 Hér heilsast skipin 4

FaxaportsFaxaports linkedin