Heimsókn  Grænlendinga minniHelgina 26. til 31. mars stóð Grænlensk – Íslenska Verslunarráðið fyrir Grænlandsdögum með fjölbreyttri dagsrká víða um Reykjavik. Af því tilefni heimsótti 16 manna hópur Grænlenskra athafnamanna Faxaflóahafnir og kynnti sér starfsemi hafna Faxaflóahafna. Hópurinn kynnti sér sérstaklega rekstur hjá Faxaflóahöfnum en sumir gestanna eru tengdir útgerð og starfsemi tengdri fiskveiðum í Grænlandi og auk þess eru bæajaryfirvöld í Nuuk að skipuleggja stækkun hafnarmannvirkja í bænum.
Farið var með hópinn í skoðunarferð um hafnarsvæðin í Reykjavík og gestirnir fengu einnig upplýsingar frá starfsmönnum hafnarinnar. Stjórnendur Faxaflóahafna lýstu yfir ánægju með heimsóknina og vilja gjarnan auka samstarfið í nánustu framtíð enda Grænlendingar okkar nánustu grannar í vestri.

FaxaportsFaxaports linkedin