Fundur nr. 251

Ár 2025, föstudaginn 24. janúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:30

Mætt:

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður

Hildur Björnsdóttir

Már Másson

Ragnheiður H. Magnúsdóttir

Guðmundur Ingþór Guðjónsson

Helga Harðardóttir

Páll Brynjarsson – í fjarfundarbúnaði

 

Auk þeirra voru á fundinum Inga Rut Hjaltadóttir, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Öryggi, heilsa og umhverfi

Mánaðarskýrsla öryggisstjóra lögð fram til kynningar og rædd.

Mánaðaryfirlit hafnarstjóra

Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra og rætt.

Forkaupsréttarmál

Hafnarstjóri kynnti að fallið hafi verið frá forkaupsrétti eftirfarandi fasteigna með venjulegum fyrirvara um að afnot lóða falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningum:

  1. Erindi Fasteignafélagsins Nýfasteign ehf., um sölu að Fiskislóð 39, Reykjavík. Fasta nr. 231-2531. Kaupandi er Bæjarlind 12 ehf.
  2. Erindi SH fasteigna ehf. um sölu að Hólmaslóð 4, Reykjavík. Fasta nr. 200-0093, 221-3282, 221-3284, 221-3285, 221-3286, 221-3287, 221-3288 og 228-1465. Kaupandi Opus fasteignafélag hf.

Stefna um þolmörk og móttöku skemmtiferðaskipa – til kynningar

Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins kom á fundinn undir þessum lið og kynnti drög að stefnu um þolmörk og móttöku skemmtiferðaskipa í Reykjavík til 2030 og svaraði spurningum fundarmanna.

Framkvæmdayfirlit

Inga Rut Hjaltadóttir, sviðsstjóri framkvæmdasviðs kynnti yfirlit yfir framkvæmdir félagsins á nýliðnu ári og stöðu helstu framkvæmda líðandi árs og svaraði spurningum fundarmanna.

Árangursamat stjórnar

Fyrir fundinum lá árangursmat stjórnar sem unnið var af ráðgjafarfyrirtækinu Attentus.  Stjórnarformaður kynnti helstu niðurstöður þess og sköpuðust umræður um þær.

Önnur mál

Engin önnur mál

Fundi slitið 11:45

FaxaportsFaxaports linkedin