Ár 2024, föstudaginn 22. nóvember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:30
Mætt:
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður
Hildur Björnsdóttir
Már Másson
Ragnheiður H. Magnúsdóttir
Guðmundur Ingþór Guðjónsson
Helga Harðardóttir
Páll Brynjarsson
Auk þeirra voru á fundinum Inga Rut Hjaltadóttir, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.
1. Öryggi, heilsa og umhverfi
Mánaðarskýrsla öryggisstjóra lögð fram til kynningar og rædd.
2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra og rætt.
3. Forkaupsréttarmál
Hafnarstjóri kynnti að fallið hafi verið frá forkaupsrétti eftirfarandi fasteigna með venjulegum fyrirvara um að afnot lóða falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningum:
a. Erindi SITL ehf. um sölu að Fiskislóð 41, Reykjavík. Fasta nr. 250-0266. Kaupandi Lækjargata ehf.
4. Fjárhagsuppgjör, fyrstu níu mánaða
Jón Garðar Jörundsson, sviðsstjóri viðskipta og Ragnheiður Ragnarsdóttir, deildarstjóri fjármála komu á fundinn undir þessum lið. Kynnti þau níu mánaða uppgjör Faxaflóahafna og svöruðu spurningum fundarmanna.
5. Gjaldskrá 2025 – til samþykktar
Jón Garðar Jörundsson, sviðsstjóri viðskipta og Friðrik Þór Hjálmarsson, deildarstjóri upplýsingatækni komu á fundinn undir þessum lið. Kynnti þeir tillögu að gjaldskrá Faxaflóahafna fyrir árið 2025 og svöruðu spurningum fundarmanna. Var gjaldskráin samþykkt samhljóða.
6. Kjarasamningar
Fyrir fundinum lágu þrír kjarasamningar milli Faxaflóahafna annarsvegar og fjögurra stéttarfélaga hins vegar. Þessi félög eru Verkalýðsfélag Akraness, Sameyki, Félag skipsstjórnamanna og Félag vélstjóra og málmiðnaðarmanna.
Samningar þessir hafa allir verið undirritaðir af hafnarstjóra f.h. Faxaflóahafna með fyrirvara um samþykki stjórnar og verða nú lagðir fyrir félagsmenn þessara félaga til samþykktar. Allir samningar hafa gildistíma frá 1. maí 2024 til 30. apríl 2028.
Stjórn Faxaflóahafna samþykkti umrædda kjarasamninga samhljóða.
7. Árangursmat stjórnar
Drífa Sigurðardóttir og Ástríður Þórey Jónsdóttir frá ráðgjafafyrirtækinu Attentus komu á fundinn undir þessum lið. Kynntu þær niðurstöður árangursmat stjórnar sem fyrirtækið hafði unnið nýverið og svöruðu spurningum fundarmanna.
8. Farþegamiðstöð, staða framkvæmda
Inga Rut Hjaltadóttir, sviðsstjóri framkvæmdasviðs kynnti stöðu framkvæmda við byggingu farþegamiðstöðvar við Skarfabakka og svaraði spurningum fundarmanna.
9. Áhættumat rekstrar
Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, gæða- og umhverfisstjóri Faxaflóahafnar kom á fundinn undir þessum lið. Kynnt hún uppfært áhættumat rekstrar fyrirtækisins og svaraði spurningum fundarmanna.
10. Önnur mál
Lögð var fram fundaráætlun stjórnar 2025
Fundi slitið 12:05