Ár 2024, föstudaginn 18. október kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:30

Mætt:
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður
Hildur Björnsdóttir (vék af fundi undir lið 6)
Már Másson
Ragnheiður H. Magnúsdóttir
Guðmundur Ingþór Guðjónsson
Helga Harðardóttir
Páll Brynjarsson

Auk þeirra voru á fundinum Inga Rut Hjaltadóttir, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

1. Öryggi, heilsa og umhverfi

Mánaðarskýrsla öryggisstjóra lögð fram til kynningar og rædd.

2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra

Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra og rætt.

3. Stefna Faxaflóahafna

Hafnarstjóri kynnti drög að stefnu Faxaflóahafna sem unnin var af ráðgjafafyrirtækjunum Expectus Ráðgjöf og Aton í samstarfi við stjórn og starfsfólk Faxaflóahafna. Jafnframt kom Gyða Mjöll Ingólfsdóttir gæða- og umhverfisstjóri á fundinn undir þessum lið og kynnti áætlun fyrir innleiðingu stefnu.
Stjórn Faxaflóahafna samþykkti einróma að fyrirliggjandi stefnudrög verði gerð að formlegri stefnu félagsins og kynnt sem slík. Jafnframt fól stjórn hafnarstjóra að hefja innleiðingu stefnunnar þannig að daglegur rekstur félagsins taki mið af henni.

4. Þróunarfélag Grundartanga

Ólafur Adolfsson, stjórnarformaður og Guðjón Steindórsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Grundartanga komu á fundinn undir þessum lið. Kynntu þeir starfsemi félagsins og svöruðu spurningum fundarmanna.

5. Aðalskipulagsbreytingar

Ólafur Melsted, skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna kom á fundinn undir þessum lið og kynnti drög að breytingatillögum við aðalskipulag Reykjavíkur og svaraði spurningum fundarmanna. Hafnarstjóri upplýsti jafnframt að drögin verða send borginni sem fyrirspurn.

6. Klettagarðar 7 og 9

Magnús Baldursson lögmaður Faxaflóahafna kom á fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu mála hvað varðar lóðirnar að Klettagörðum 7 og 9 og svaraði spurningum fundarmanna.

7. Önnur mál

Engin önnur mál

Fundi slitið 12:05

FaxaportsFaxaports linkedin