Ár 2024, þriðjudaginn 20. ágúst kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:30
Mætt:
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður
Hildur Björnsdóttir
Már Másson
Ragnheiður H. Magnúsdóttir
Guðmundur Ingþór Guðjónsson (í fjarfundarbúnaði)
Helga Harðardóttir
Páll Brynjarsson
Auk þeirra voru á fundinum Jón Garðar Jörundsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs og Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.
1. Öryggi, heilsa og umhverfi
Mánaðarskýrsla öryggisstjóra lögð fram til kynningar og rædd.
2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra og rætt.
3. Hálfsársuppgjör Faxaflóahafna
Ragnheiður Ragnarsdóttir, deildarstjóri fjármála kom á fundinn undir þessum lið. Kynnti hún og Jón Garðar Jörundsson hálfsársuppgjör Faxaflóahafna. Tekjur félagins námu 2.701 m.kr. sem er 16% umfram áætlun og rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBITDA) nam 732 m.kr. sem er 0,8% umfram áætlun. Tekjuaukinn og skýrist að mestu af aukningu í farþegaskiptum skemmtiferðaskipa umfram það sem ráð var fyrir gert.
Rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði og óreglulega liði nam 469 m.kr. sem er 22,7% betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir.
4. Forkaupsréttarmál
Hafnarstjóri kynnti að fallið hafi verið frá forkaupsrétti eftirfarandi fasteigna með venjulegum fyrirvara um að afnot lóða falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningum:
a. Erindi Fasteignafélagsins Nýfasteign ehf. um sölu að Fiskislóð 45, Reykjavík. Fasta nr. 228-4612 og 228-4618. Kaupandi SGK ehf.
5. Skýrsla Reykjavík Economics
Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna kom á fundinn undir þessum lið. Kynnti hann ásamt Jóni Garðari Jörundssyni skýrslu Reykjavík Economics um efnahagsleg áhrif skemmtiferðaskipa. Skýrslan er aðgengileg á vef Faxaflóahafna.
6. Önnur mál
Engin önnur mál
Fundi slitið kl. 11:20