Ár 2024, föstudaginn 31. maí kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman í fundaherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:30

Mætt:
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður
Hildur Björnsdóttir
Már Másson
Ragnheiður H. Magnúsdóttir
Guðmundur Ingþór Guðjónsson
Helga Harðardóttir
Páll Brynjarsson

Auk þeirra voru á fundinum Inga Rut Hjaltadóttir, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

1. Öryggi, heilsa og umhverfi

Mánaðarskýrsla öryggisstjóra lögð fram til kynningar og rædd.
• Ekkert slys frá síðasta fundi
• Tvö öryggisfrávik frá síðasta fundi

2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra

Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra og rætt.

3. Úthlutun lóðar á Grundartanga

Inga Rut Hjaltadóttir, sviðsstjóri Framkvæmdarsviðs kynnti umsókn fyrirtækisins Alurs Álvinnsla ehf. um viðbótar lóð við Klafastaðarveg 6 á Grundartanga.

Stjórn samþykkti samhljóða heimild til hafnarstjóra til að undirrita samkomulag um úthlutun lóðarinnar við Klafastaðarveg 6 til Alur Álvinnsla ehf. og greiðslu lóðagjalda. Stærð lóðarinnar er 1.978 fm. og greiðast lóðargjöld skv. gjaldskrá.

4. Þriggja mánaða uppgjör

Jón Garðar Jörundsson sviðsstjóri viðskiptasviðs og Ragnheiður Ragnarsdóttir deildarstjóri fjármáladeildar komu á fundinn undir þessum lið og kynntu 3ja mánaða fjárhagsuppgjör félagsins. Rekstrartekjur tímabilsins námu 1.046 m.kr. sem er á pari við áætlun og EBITDA 226 m.kr. sem er 7,6% yfir áætlun.

5. Forkaupsréttarmál:

Hafnarstjóri kynnti að fallið hafi verið frá forkaupsrétti eftirfarandi fasteigna með venjulegum fyrirvara um að afnot lóða falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningum:

a. Erindi Máttarstólpa ehf. um sölu á Sægörðum 15, Reykjavík. Fasta nr. 235-7239. Kaupandi Klettaskjól ehf.

6. Innkaupastefna

Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, gæða- og umhverfisstjóri kom á fundinn undir þessum lið og kynnti drög að innkaupastefnu og svaraði spurningum fundarmanna. Stefnt er að afgreiðslu stefnunnar á næsta fundi stjórnar.

7. Grænt bókhald og loftslagsbókhald

Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, gæða- og umhverfisstjóri kom á fundinn undir þessum lið og kynnti grænt bókhald Faxaflóahafna 2023 og loftslagsbókhald skipa í höfnum Faxaflóahafna 2023.

8. Önnur mál

Engin önnur mál.

Fundi slitið 11:45

FaxaportsFaxaports linkedin