Ár 2024, þriðjudaginn 30. apríl kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman á fjarfundi og hófst fundurinn kl. 15:00

Mætt:
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður
Hildur Björnsdóttir
Már Másson
Ragnheiður H. Magnúsdóttir
Guðmundur Ingþór Guðjónsson
Helga Harðardóttir
Páll Brynjarsson

Auk þeirra voru á fundinum Jón Garðar Jörundsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs og Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

1. Ársreikningur 2023
Á fundin komu Theodór S. Sigurbergsson og Stefán Þór Ingvarsson frá Grant Thornton, sem er endurskoðandi félagins. Hafnarstjóri kynnti ársreikning félagsins fyrir árið 2023 og svaraði spurningum fundarmanna. Theodór kynnti endurskoðunarskýrslu, ábendingar vegna innra eftirlits og umsögn endurskoðunarnefndar um ársreikning og svaraði spurningu fundarmanna.

Ársreikningur félagsins var samþykktur samhljóða.

2. Önnur mál
Engin önnur mál

Fundi slitið 15:55

FaxaportsFaxaports linkedin