Ár 2024, föstudaginn 26. janúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:30

Mætt:
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður
Hildur Björnsdóttir (í fjarfundarbúnaði)
Már Másson
Ragnheiður H. Magnúsdóttir
Guðmundur Ingþór Guðjónsson
Helga Harðardóttir
Páll Brynjarsson (í fjarfundarbúnaði)

Auk þeirra voru á fundinum Inga Rut Hjaltadóttir, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

1. Öryggi, heilsa og umhverfi

Mánaðarskýrsla öryggisstjóra lögð fram til kynningar og rædd.
• Engin slys á fólki frá síðasta fundi
• Tvö næstum því slys skráð

2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra

Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra og rætt

3. Tillaga að breytingum Aðalskipulags Reykjavíkur

Ólafur Melsted, skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna kynnti tillögur frá stjórnendum Faxaflóahafna að breytingum á aðalskipulagi Reykjavíkur í Gömlu Höfninni og Sundahöfn. Stjórn samþykkti samhljóða að tillögurnar verði kynntar skipulagsyfirvöldum Reykjavíkurborgar og í kjölfarið sendar inn sem formlegar tillögur Faxaflóahafna að breyttu aðalskipulagi.

4. Breytingar á deiliskipulagi Fiskislóðar 35, 37 og 27

Ólafur Melsted, skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna kynnti tillögur að breyttu deiliskipulagi frá lóðarhöfum lóðanna Fiskislóð 35 og 37 annars vegar og Fiskislóð 27 hins vegar. Stjórn samþykkti samhljóða að Faxaflóhafnir geri ekki athugasemd við tillögurnar þegar þær koma til umfjöllunar og afgreiðslu hjá skipulagsyfirvöldum Reykjavíkurborgar.

5. Forkaupsréttarmál
Hafnarstjóri kynnti að fallið hafi verið frá forkaupsrétti eftirfarandi fasteigna með venjulegum fyrirvara um að afnot lóða falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningum:

a. Erindi GPB-fasteigna ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0259. Kaupandi er RG 20 ehf.
b. Erindi Elvu Óskar Ólafsdóttur um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að Fiskislóð 45, Reykjavík. Fasta nr. 231-2210. Kaupandi er Veldi ehf.
c. Erindi Mispils ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0252. Kaupandi er Elma Dögg Steingrímsdóttir.
d. Erindi Bergþóru Heiðu Guðmundsdóttur um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að Fiskislóð 45, Reykjavík. Fasta nr. 231-2209. Kaupandi er Ráðgjöf ehf. (nýtt nafn Fleinn ehf.)

6. Markaðsáætlun
Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna kom á fundinn undir þessum lið og kynnti drög að markaðsáætlun fyrirtækisins og svaraði spurningum fundarmanna.

7. Landtengingar
Helgi Laxdal, sviðsstjóri innviða kom á fundinn undir þessum lið og kynnti stöðu landtenginga í höfnum fyrirtækisins og áætlun um næstu skref og svaraði spurningum fundarmanna.

8. Önnur mál
Engin önnur mál

FaxaportsFaxaports linkedin