Ár 2023, föstudaginn 15. desember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:30

Mætt:
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður
Hildur Björnsdóttir (í fjarfundarbúnaði)
Már Másson
Ragnheiður H. Magnúsdóttir
Guðmundur Ingþór Guðjónsson
Helga Harðardóttir
Páll Brynjarsson

Auk þeirra voru á fundinum Inga Rut Hjaltadóttir, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

1. Öryggi, heilsa og umhverfi
Mánaðarskýrsla öryggisstjóra lögð fram til kynningar og rædd.
• Ekkert fjarveruslys hefur orðið frá síðasta fundi.
• Þrjú skráð minniháttar umhverfisóhöpp hafa orðið frá síðasta fundi.

2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra og rætt.

3. Innri endurskoðun
Viðar Kárason, verkefnastjóri og Ingunn Ólafsdóttir, fagstjóri innri endurskoðunar komu á fundinn ásamt Jóni Garðari Jörundssyni sviðstjóra viðskiptasviðs Faxaflóahafna. Kynntu þau Viðar og Ingunn niðurstöður úttektar á tekjuferlum hjá Faxaflóahöfnum og svöruðu spurningum fundarmanna.

4. Stóriðjusamningarnir á Grundartanga
Jón Garðar Jörundsson sviðsstjóri viðskiptasviðs fór yfir minnisblað um stöðu samninga við stóriðjurnar á Grundartanga og svaraði spurningum fundarmanna.

5. HR Monitor
Ólafur Ólafsson mannauðsstjóri Faxaflóhafna kom á fundinn undir þessum lið og kynnti virkni HR-Monitor könnunar sem gerð er á meðal starfsmann ársfjórðungslega, og svaraði spurningum fundarmanna.

6. Útgjöld farþega skemmtiferðaskipa í Reykjavíkurhöfn
Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna kom á fundinn undir þessum lið og kynnti helstu niðurstöður rannsóknar sem rannsóknarmiðstöð ferðamála vann fyrir Faxaflóahafnir og Ferðamálastofu um eyðslu farþega skemmtiferðaskipa í höfnum Reykjavíkur og svaraði spurningum fundarmanna.

7. Forkaupsréttarmál

Hafnarstjóri kynnti að fallið hafi verið frá forkaupsrétti eftirfarandi fasteigna með venjulegum fyrirvara um að afnot lóða falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningum:

a. Erindi ÞV1 ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að Köllunarklettsvegi 4, Reykjavík. Fasta nr. 201-5783 og 223-2370. Kaupandi Kaupfélag Skagfirðinga/óstofnaðs hlutafélags.
b. Erindi GT 2 ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að Eyjarslóð 7, Reykjavík. Fasta nr. 223-5367 og 200-0092. Kaupandi Ágúst Guðmundsson.

8. Önnur mál
• Lagt var fram svar hafnarstjóra við bréfi framkvæmdastjóra Félags Atvinnurekanda um samkeppnismál í Sundahöfn.

FaxaportsFaxaports linkedin