Ár 2023, föstudaginn 29. september kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 13:00
Mætt:
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður
Hildur Björnsdóttir
Már Másson (í fjarfundarbúnaði)
Ragnheiður H. Magnúsdóttir
Guðmundur Ingþór Guðjónsson
Helga Harðardóttir
Páll Brynjarsson (í fjarfundarbúnaði)
Auk þeirra voru á fundinum Inga Rut Hjaltadóttir, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.
1. Öryggi, heilsa og umhverfi
Mánaðarskýrsla öryggisstjóra lögð fram til kynningar og rædd.
• Tvö fjarveruslys hafa orðið frá síðasta fundi.
• Olíuleki varð þegar skipið Vera D strandaði við Akurey.
2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra og rætt.
3. Fjárhagsáætlun 2024
Jón Garðar Jörundsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs og Ragnheiður Ragnarsdóttir, deildarstjóri fjármála komu á fundinn undir þessum lið. Kynntu þau drög að fjárhagsáætlun fyrir 2024.
Stjórn samþykkti samhljóða fjárhagsáætlun fyrir félagið fyrir árið 2024 á grundvelli þeirra forsenda sem koma fram í kynningu stjórnenda. Gerir hún m.a. ráð fyrir að rekstrarafkoma fyrir fjármagnsliði (EBITDA) nemi 1.718 m.kr. á árinu, að fjárfesting ársins nemi 3.995 m.kr. og að heildareignir félagsins í lok árs nemi 19.467 m.kr.
4. Framlenging kjarasamninga
Ólafur Ólafsson, mannauðsstjóri kom á fundinn undir þessum lið. Kynnti hann framlengingu gildandi kjarasamninga við stéttafélögin V.M., Félag Skipstjórnarmanna, Eflingu, Sameyki, Samiðn, VLFA, Verkstjórafélagið með breytingu á launaliðum. Stjórn samþykkti samningana samhljóða.
5. Verndarfulltrúi Faxaflóahafna
Stjórn samþykkti samhljóða tillögu hafnarstjóra um Gísla Jóhann Hallsson sem verndarfulltrúa fyrir hafnir Faxaflóahafna.
6. Uppfærsla á starfsmannastefnu og siðareglum
Ástríður Elín Jónsdóttir, gæða- og umhverfisstjóri kom á fundinn og kynnti tillögur að breytingum á starfsmannastefnu og siðareglum. Tillagan var samþykkt samhljóða.
7. Stefna og stefnumarkmið – til kynningar
Ástríður Elín Jónsdóttir, gæða- og umhverfisstjóri kom á fundinn og stefnu Faxaflóahafna, stefnumarkmið og eftirfylgni með þeim og svaraði spurningum fundarmanna.
8. Forkaupsréttarmál:
Hafnarstjóri kynnti að fallið hafi verið frá forkaupsrétti eftirfarandi fasteignar með venjulegum fyrirvara um að afnot lóðar falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningi.
a. Erindi Ægir Invest ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að eignarhluta í Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0251. Kaupandi Björgvin Jónsson.
9. Þróunaráætlun Sundahafnar
Ólafur Melseð, skipulagsfulltrúi kom á fundinn og kynnti drög að þróunaráætlun fyrir Sundahöfn m.a. m.t.t. samkeppnissjónarmiða og svaraði spurningum fundarmanna..
10. Olíustöðin í Örfirisey
Ólafur Melseð, skipulagsfulltrúi kom á fundinn og kynnti stöðu viðræðna við lóðarhafa í Örfirisey og svaraði spurningum fundarmanna.
11. Önnur mál
a. Skýrsla um haftengda upplifun og útivist í Reykjavík var kynnt og rædd stuttlega. Stjórn fól hafnarstjóra að ræða við borgina um þær hugmyndir sem þar voru nefndar og tengjast höfnum Faxaflóahafna.
b. Fyrir fundinum lá umsókn frá skipafélaginu Thorship um aðstöðu til losunar og lestunar gámaskipa í Sundahöfn og farmsvæði. Stjórn fól hafnarstjóra að hefja viðræður við Thorship um þarfir þess.
Fundi slitið 15:20