Ár 2023, föstudaginn 26. maí kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:30

Mætt:
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður
Hildur Björnsdóttir
Már Másson
Ragnheiður H. Magnúsdóttir
Guðmundur Ingþór Guðjónsson
Helga Harðardóttir
Páll Brynjarsson (kom á fundinn undir 3. lið)

Auk þeirra voru á fundinum Inga Rut Hjaltadóttir sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Gunnar Tryggvason hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

1. Fundargerð 231 fundar
Fundargerð 231 fundar afgreidd og undirrituð

2. Öryggi, heilsa og umhverfi
Mánaðarskýrsla öryggisstjóra lögð fram til kynningar og rædd. Ekkert slys hefur orðið frá síðastaf fundi.

3. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra og rætt.

4. Starfskjarastefna
Fyrir fundinum lá tillaga að starfskjarastefnu sem Hildur Björnsdóttir formaður starfskjaranefndar og Ólafur Ólafsson mannauðsstjóri Faxaflóahafna kynntu. Samþykkti stjórn stefnuna samhljóða.

5. Arðgreiðslustefna
Jón Garðar Jörundsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs og Ástríður Elín Jónsdóttir gæða- og umhverfisstjóri komu á fundin og kynntu tillögu að arðgreiðslustefnu. Byggir hún á greiningu og tillögu KPMG sem kynnt var og rædd á síðastaf fundi stjórnar. Stefnan gerir ráð fyrir útreikningi á hámarksarðgreiðslu, en tillaga stjórnar til arðgreiðslu hverju sinni getur verið lægri. Stjórn samþykkti arðgreiðslustefnuna samhljóða og verður hún send starfshópi eigenda til kynningar.

6. Farþegamiðstöð
Jón Garðar Jörundsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs og Sigurður Jökull Ólafsson komu á fundinn og kynntu mat á arðsemi farþegamiðstöðvar við Skarfabakka og svöruðu spurningum stjórnarmanna. Stjórn stefnir á aukafund í júnímánuði þar sem málið verður tekið fyrir.

7. Uppgjör fyrstu þriggja mánaða 2023
Jón Garðar Jörundsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs Ragnheiður Ragnarsdóttir, deildarstjóri fjármála komu á fundinn og kynntu uppgjör fyrstu þriggja mánaða ársins. EBITDA nemur 283 m.kr. og er hún 36,1% yfir áætlun.

8. Forkaupsréttarmál
Hafnarstjóri kynnti að fallið hafi verið frá forkaupsrétti eftirfarandi fasteignar með venjulegum fyrirvara um að afnot lóðar falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningi.

a. Erindi Basalts ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að eignarhluta í Köllunarklettsvegi 4, Reykjavík. Fasta nr. 201-5784. Kaupandi Fjallajeppar ehf.

9. Grænt bókhald og útstreymisbókhald
Lagt fram til kynningar.

10. Fjörusteinninn – Umhverfisviðurkenning Faxaflóahafna
Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna og Ástríður Elín Jónsdóttir gæða- og umhverfisstjóri komu á fundinn og fóru yfir tilnefningar til veitingar umhverfisviðurkenningu Faxaflóahafna 2023, Fjörusteinsins. Stjórn samþykkti tillögu stjórnenda og verður hún kynnt á aðalfundi félagsins í lok júnímánaðar.

11. Önnur mál
a. Áskorun til stjórnar Faxaflóahafna frá borgarstjórn um færslu Hvalveiðibáta
Tekin var fyrir samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur þar sem skorað er á stjórn Faxaflóahafna að finna hvalveiðibátum þeim sem liggja nú við Ægisgarð annan stað. Stjórn fól hafnarstjóra að skoða málið og ræða það við eigendur bátana.

Fundi slitið 11:50

FaxaportsFaxaports linkedin