Ár 2020, föstudaginn 20. mars kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

Mætt:

Skúli Helgason, formaður
Örn Þórðarson
Daníel Ottesen
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Marta Guðjónsdóttir
Ragnar B. Sæmundsson
Magnús S. Snorrason

Varafulltrúar:

Dóra Björt Guðjónsdóttir

Áheyrnarfulltrúar:

Ólafur Adolfsson
Guðbjörg Erna Erlingsdóttir

Auk þess sátu fundinn: Gunnar Tryggvason, aðstoðarhafnarstjóri og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Magnús S. Snorrason tengdust fundinum um síma.

1. Ársreikningur Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2019 ásamt skýrslu endurskoðenda, umsögn bréfi endurskoðunarnefndar og umsögn nefndarinnar dags. 19.3.2019 og greinargerð hafnarstjóra.

Mættir á fund stjórnar undir þessum dagskrárlið voru þau Theodór S. Sigurbergsson (í síma) og Auður M. Sigurðardóttir, fjármálastjóri. Farið var yfir megin niðurstöður ársreikningsins.
Hafnarstjórn samþykkir ársreikninginn.

2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra

Lagt fram. Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum liðins mánaðar.

3. Ársreikningur Menntunarsjóðs Þórarins Kristinssonar fyrir árið 2019.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir niðurstöðu ársreikningsins. Hafnarstjórn samþykkir ársreikninginn.

4. Samantekt hafnarstjóra varðandi þróun rekstrar fyrstu tvo mánuði ársins. Rekstraryfirlit ásamt minnisblaði hafnarstjóra dags.17.3.2020. Bréf SAF dags. 19.3.2020 þar varðandi aðgerði vegna farþega- og aðstöðugjalda farþegaskipa í útsýnis- og skoðunarferðum.

Hafnarstjóri gerðir grein fyrir stöðu rekstrar og útliti og horfum næstu mánuði. Hafnarstjórn óskar eftir uppfærðu yfirliti á næsta fundi stjórnar. Hafnarstjóra falið að hefja undirbúning að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2020 með tillögum um mótvægisaðgerðir vegna áhrifa COVID 19 faraldursins á afkomu félagsins. Hafnarstjórn mun jafnframt skoða viðbrögð gagnvart viðskiptavinum. Hafnarstjóra falið að svara erindi SAF.

5. Þrjár fundargerðir Áhætturáðs dags. 12.3. og 16.3.2020.

Lagðar fram.

6. Drög að skýrslu starfshóps um háspennutengingar skipa.

Aðstoðarhafnarstjóri fór yfir megin niðurstöður skýrslu starfshóps um háspennutengingar skipa, en skýrsla um efnið er á lokastigi.

7. Kjarasamningar:

a. Kjarasamningur Faxaflóahafna sf. við Samband stjórnendafélaga dags. 9.3.2020.
b. Kjarasamningur Faxaflóahafna sf. við Verkalýðsfélag Akraness dags. 12.3. 2020.
Gerð var grein fyrir efni samninganna. Hafnarstjórn samþykkir báða kjarasamningana.

8. Lóðamál

a. Umsóknir Bílabúðar Benna annars vegar og Festi hins vegar um lóðina nr. 41 við Fiskislóð. Vinnuskjal hafnarstjóra dags. 16.3.2020.
Hafnarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Fiskislóð 41 til Bílabúðar Benna ehf. m.a. með hliðsjón af vinnuskjali hafnarstjóra.

9. Tilboð ráðgjafastofa vegna auglýsingar starfs hafnarstjóra ásamt drögum að verklagi.

Formaður stjórnar fór yfir fyrirliggjandi gögn. Samþykkt að taka lægsta tilboði, frá Hagvangi samkvæmt verklýsingu. Formanni stjórnar falið að tilkynna tilboðsgjöfum niðurstöðuna og funda með Hagvangi um ráðningaráætlun, auglýsingu og næstu skref. Hafnarstjóra falið að ganga frá samningi við Hagvang á grundvelli tilboðsins.
GT vék af fundi við meðferð málsins.

10. Forkaupsréttarmál:

a. Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0261. Kaupandi er Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Bergsveinn Birgisson.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að starfsemin sé innan ramma lóðarleigusamnings og deiliskipulags.

11. Sala dráttarbátsins Jötuns.

Lögð fram drög að auglýsingu um sölu bátsins.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 11:30

FaxaportsFaxaports linkedin