Ár 2020, föstudaginn 17. janúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mætt:
Skúli Helgason, formaður
Örn Þórðarson
Ragnar B. Sæmundsson
Daníel Ottesen
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Marta Guðjónsdóttir
Varafulltrúi Lilja Björg Ágústsdóttir
Áheyrnarfulltrúar:
Ólafur Adolfsson
Guðbjörg Erna Erlingsdóttir
Auk þess sátu fundinn: Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi, Gunnar Tryggvason, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð.
1. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra.
Lagt fram.
2. Tillaga að breytingu á hafnarreglugerð Faxaflóahafna sf.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingum á reglugerðinni.
3. Kjarasamningar – Staða mála.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.
4. Beiðnir um styrki:
a. Tillaga að viðmiðunum varðandi styrki.
b. Byggðasafnið í Görðum Akranesi – beiðni um fjárstyrk vegna nýrrar sýningar, erindi dags., 19.9.2019 ásamt kynningargögnum.
c. Erindi Félags heyrnarlausra dags. 16.12.2019 með ósk um fjárstuðningi tengt „Aðgengi heyrnarlausra í samskiptum“ APP.
d. Erindi Votlendissjóðs dags. 26.11.2019 um stuðning við verkefni sjóðsins.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að viðmiðunum varðandi styrki með þeirri viðbót sem rædd var á fundinum. Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindum Byggðasafnsins í Görðum, Félags heyrnarlausra og Votlendissjóðsins.
5. Erindi Þróunarfélags Grundartanga ehf. dags. 18.12.2019 þar sem óskað er eftir framlagi vegna þróunarverkefna á vegum félagsins á Grundartanga.
Samþykkt að óska eftir frekari upplýsingum um verkefni Þróunarfélagsins.
6. Skipulags og lóðamál:
a. Tilkynning Skeljungs hf. um skil á lóðinni Fiskislóð 41. Drög að samkomulagi um uppgjör.
Hafnarstjóri greindi frá stöðu málsins. Samþykkt að auglýsa lóðina lausa til umsóknar þegar gengið hefur verið frá formlegri innlausn.
b. Bílabúð Benna óskar eftir úthlutun lóðar við Fiskislóð 41 til uppbyggingar og þróunar.
Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu, en umrædd lóð verður auglýst laus til umsóknar.
MG vék af fundi.
c. Umsókn Axels Helgasonar f.h. Bátasmiðjunnar ehf. dags. 10.1.2020 um lóð undir geymslustarfsemi.
Hafnarstjórn getur boðið fram svæði undir starfsemi umsækjanda á Grundartanga.
d. Beiðni skipulagsfulltrúans í Reykjavík dags. 13.1.2020 ásamt uppdrætti um umsögn vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagið við Kleppsmýrarveg þar sem gert verði ráð fyrir lóð undir smáhýsi.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu að breytingu á skipulagi við Kleppsmýrarveg.
7. Bréf Garðars Garðarssonar hrl. dags,. 2.1.2020 þar sem ítrekuð er ósk um að veitt verði umsögn vegna umsóknar umbjóðanda hans til Samgöngustofu um leiðsögu- og hafnsöguréttindi.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að láta vinna álit varðandi ákvæði laga um vakstöð siglinga þar sem kveðið er á um umsagnir hafnarstjórna vegna umsækjenda um leiðsögu- og hafnsöguréttindi.
8. Staðfesting BSI dags. 23.12.2019 þar á heilsu- og öryggisvottun Faxaflóahafna sf. samkvæmt staðlinum 45001.
Lagt fram. Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með að þessum áfanga er náð og færir þeim sem að verkefninu unnu bestu þakkir.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 11:00