Ár 2019, föstudaginn 17. maí kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mætt:
Kristín Soffía Jónsdóttir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Örn Þórðarson
Valgerður Sigurðardóttir
Ragnar B. Sæmundsson
María Júlía Jónsdóttir
Daníel Ottesen
Skúli Helgason
Áheyrnarfulltrúar:
Ólafur Adolfsson
Auk þess sátu fundinn: Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð.
- Drög að ársskýrslu Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2018.
Lögð fram. - Greinargerð Reykjavíkurborgar með ársreikningi Faxaflóahafna sf.
Lögð fram. - Fjörusteinn – tillaga.
Lagðar fram tillögur að aðilum sem til greina koma varðandi tilnefningu á Fjörusteininum. Hafnarstjórn er sammála um tilnefningu til viðurkenningarinnar, sem verður birt á aðalfundi félagsins þann 21. júní n.k. - Samþykkt tilboð um sölu fasteignarinnar Faxabraut 3, Akranesi.
Hafnarstjórn staðfestir samþykkt tilboðsins. - Efnisatriði skoðunar á hafnarþjónustu.
Hafnarstjóra falið að leita tilboðs í verkefnið. - Nafngift á nýjum hafnarbakka utan Klepps. Minnisblað aðstoðarhafnarstjóra dags. 2.5.2019.
Hafnarstjórn samþykkrit tillögu um að nýr hafnarbakki utan Klepps verði kallaður Sundabakki, en eldri bakki með því nafni verði kallaður Vatnagarðabakki. - Tillaga frá skipulagsfulltrúa um aðgerðir á Miðbakka ásamt kostnaðaráætlun.
Hafnarstjórn samþykkir tillöguna. - Boð á aðalfund Spalar ehf. Þann 29. maí á Akranesi.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins og er honum falið að fara með umboð hafnarinnar á fundinum. - Skipulagsmál:
a) Fyrirspurn Þingvangs ehf. dags. í apríl 2019 um heimild til að setja upp íbúðarhúsnæði til skammtímanota á lóðunum Köllunarklettsvegar 3-5, Reykjavík.
Hafnarstjórn samþykkir að óska eftir umsögn skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.
b) Minnisblað forstöðumanns tæknideildar dags. 14.5.2019 varðandi beiðni um stækkun lóðarinnar nr. 2 við Köllunarklettsveg.
Samþykkt að heimila lóðarhafa að óska eftir formlegri breytingu á deiliskipulagi.
c) Spennistöð á Faxagarði – staðsetning og útlit.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir útliti og staðsetningu fyrirhugaðrar spennistöðvar á Faxagarði. - Forkaupsréttarmál:
a) Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 31, Reykjavík. Fastanr. 250-0256. Kaupandi Ívar Valgarðsson.
b) Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 31, Reykjavík. Fastanr. 250-0264. Kaupandi Fiseind ehf.
c)Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 31, Reykjavík. Fastanr. 230-7077. Kaupandi Krunk sf.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti enda sé starfsemi í samræmi við lóðarleigusamning og deiliskipulag. - Önnur mál.
a) Minnisblað forstöðumanns rekstrardeildar varðandi mótvægisaðgerðir í umhverfismálum dags. 14.5.2019.
Lagt fram.
b)Fasteigna og lóðamál.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málum varðandi fasteignir og lóðir í Sundahöfn.
c) Eigendastefna – staða mála.
ÞLÞ gerði grein fyrir stöðu málsins.
d) Aukafundur stjórnar.
Formaður greindi frá því að boðað verði til aukafundar í stjórn í júní.
e) Landgerð í Sævarhöfða og skil eigna til borgar.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 11:10