Ár 2019, föstudaginn 15. febrúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 12:00.
Mættir:
Kristín Soffía Jónsdóttir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Örn Þórðarson
Valgerður Sigurðardóttir
Ragnar B. Sæmundsson
Daníel Ottesen
María Júlía Jónsdóttir
Skúli Helgason
Áheyrnarfulltrúar:
Ólafur Adolfsson
Júlíus Víðir Guðnason
Auk þess sátu fundinn: Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð.
1. Á fundi borgarstjórnar þann 15. janúar 2019 var samþykkt að Guðrún Ögmundsdóttir taki sæti sem varamaður í stjórn Faxaflóahafna í stað Magnúsar Más Guðmundssonar.
Lagt fram.
2. Drög að ársreikningi Faxaflóahafna og Menntunarsjóðs Þórarins Kristinssonar fyrir árið 2018.
Hafnarstjóri gerðir grein fyrir helstu fjárhæðum ársreikninganna. Þegar endurskoðun er lokið mun hafnarstjórn taka reikningana til afgreiðslu.
3. Skýrsla Spalar 2018 sem lögð var fram á hluthafafundi föstudaginn 25. janúar s.l.
Lögð fram.
4. Samantekt varðandi framkvæmdir í Gömlu höfninni 2019.
Hafnarstjóri og skipulagsfulltrúi gerðu grein fyrir helstu verkefnum í Gömlu höfninni og stöðu þeirra gagnvart fjárhagsáætlun. Hafnarstjórn samþykkir þá breytingu sem gerð er tillaga um varðandi ráðstöfun fjármuna á einstökum hafnarsvæðum. Samþykkt að bjóða út framkvæmdir við söluhýsi á Ægisgarði. Einnig samþykkt að taka upp viðræður við Reykjavíkurborg um hugmyndir varðandi tímabundið verkefni á bílastæð á Miðbakka.
5. Breyting á aðalskipulagi vegna fyrirhugaðrar landfyllingar við Klettagarða
Hafnarstjóri og skipulagsfulltrúi gerðu grein fyrir stöðu málsins.
6. Bréf kærunefndar útboðsmála dags. 23.1.2019 vegna útboðs á smíði dráttarbáts ásamt fylgiskjölum.
Lagt fram.
7. Skýrsla um orkuskipti í íslenskum höfnum ásamt aðgerðaráætlun og fylgiskjölum.
Lagt fram. Gerð var grein fyrir samstarfi Faxaflóahafna annars vegar og Hafsins öndvegissetur og Íslenskri NýOrku hins vegar um hagkvæmniathugun á háspennutengingum í Sundahöfn. Hafnarstjóra falið að leggja fyrir hafnarstjórn áætlun til næstu ára varðandi endurbætur og nýframkvæmdir á rafdreifikerfum hafnarinnar þannig að unnt verði að fjölga þeim skipum sem geti tengst landrafmagni.
8. Umsögn skipulagsfultrúa dags. 4.1.2019 um tillögu að deiliskipulagi vegna lóðanna Fiskislóð 16-32 og Grandagarð 39-93.
Lagt fram.
9. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi 061319 ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Grandagarði 5, Reykjavík. Fastanúmer 200-0171. Kaupandi Grandagarður 5 ehf. kt. 481118-0770.
b. Erindi Rafmiðlun ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna Mýrarholtsvegi 2, Hvalfjarðarsveit. Lóðarleigusamningur fer yfir á Fasteignafélagið Setur ehf. kt. 430117-0680 sömu eigendur.
c. Erindi Hjördísar Árnadóttur um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni Fiskislóð 45, Reykjavík. Fastanúmer 229-6868. Kaupandi Verkfræðistofa Akureyrar.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að starfsemi sé í samræmi við skipulag og lóðarleigu- samninga.
10. Minnisblað markaðs- og gæðastjóra og framkvæmdastjóra Sjómannadagsráðs dags. 7.2.2019 varðandi Hátíð hafsins.
Lagt fram. Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
11. Önnur mál.
VS spurði um stöðu mála varðandi eigendastefnu Faxalfóahafna sf. ÞLÞ fór yfir stöðu málsins.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 13:30