Ár 2018, föstudaginn 11. maí kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:
Kristín Soffía Jónsdóttir
Þórlaug Ágústsdóttir
Einar Brandsson
Björgvin Helgason
Líf Magneudóttir
Marta Guðjónsdóttir

Varafulltrúar:
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Árni Hjörleifsson

Áheyrnarfulltrúar:
Ingibjörg Valdimarsdóttir

Auk þess sátu fundinn: Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Halldóra Hrólfsdóttir, skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.

1. Drög að ársskýrslu Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2017. Ákvörðun um aðalfund Faxaflóahafna sf.
Lögð fram. Samþykkt að aðalfundur Faxaflóahafna sf. verði miðvikudaginn 27. júní n.k. kl. 15:00.

2. Grænt bókhald ársins 2017
Farið var yfir niðurstöðu bókhaldsins. Hafnarstjórn staðfestir niðurstöðuna.

3. Skýrsla um útblástur frá skipum á hafnarsvæði Faxaflóahafna sf. árið 2017.
Lögð fram.

4. Fjörusteinninn – tillaga að viðurkenningu. Minnisblað skipulagfsfulltrúa dags. 7.5.2018.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir tillögu um umhverfisviðurkenningu Faxaflóahafna sf. og var hún samþykkt, en Fjörusteinninn er afhentur á aðalfundi fyrirtækisins.

5. Fundargerð Vatnsveitufélag Hvalfjarðarsveitar frá 12.4.2018 ásamt rekstraráætlun næstu ára, staðfestingu á verðskrá og upplýsingar um vatnsnotku. Aðalfundur félagsins er boðaður þriðjudaginn 26. júní 2018 kl. 15:00.
Lagt fram. Hafnarstjóra falið að fara með umboð Faxaflóahafna sf. á fundinum.

6. Erindi Landgræðslunnar, Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskóla SÞ og Landverndar um stuðning við fyrirhugaða ráðstefnu undir heitinu: Endurheimt vistkerfa á tímum loftslagsbreytinga.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur hafnarstjóra að afgreiða það.

7. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8.5.2018 um umsókn Hvalasýningarinnar á Granda og Alþjóðadýravelferðarsjóðsins í samstarfi við Háskóla Íslands og Hvalaskoðunarsamtök Íslands um uppsetningu á skilti í Örfirisey.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við staðsetningu upplýsingaskiltis í Örfirisey á mótum Eyjarslóðar og Norðurslóðar.

8. Greinargerð með ársreikningi Faxaflóahafna sf. í ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017.
Lögð fram.

9. Drög að samstarfsyfirlýsingu Fiskistofu og Hafnasambands Íslands.
Hafnarstjórn tekur undir efni yfirlýsingarinnar.

10. Starfsreglur stjórnar – yfirferð.
Farið var yfir efnis starfsreglna stjórnar og ákveðið um framhald endurskoðunar reglnanna.

11. Skipulagsmál:
a. Skipulag í Sundahöfn – staða mála.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi skipulagsmál í Sundahöfn.

12. Forkaupsréttarmál:

a. Erindi dags. 24.4.2018, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti vegna sölu Fiskislóð 61-65, fastanr. 200-0060, 221-3222, 221-3224, 221-3228 og 221-3230. Kaupandi Íslandsbanki hf., kt. 491008-0160.
b. Erindi dags. 3.5.2018 varðandi beiðni um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á Eyjarslóð 9, fastanr. 200-0089. Kaupandi Basalt ehf.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að starfsemi sé innan ramma deiliskipulags og lóðarleigusamninga.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:00

FaxaportsFaxaports linkedin