Ár 2018, föstudaginn 9. febrúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Kristín Soffía Jónsdóttir
Þórlaug Ágústsdóttir
Einar Brandsson
Björgvin Helgason
S. Björn Blöndal
Líf Magneudóttir
Magnús Smári Snorrason

Áheyrnarfulltrúar:

Þorsteinn F. Friðbjörnsson
Ingibjörg Valdimarsdóttir

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.

1. Útboð endurskoðunarþjónustu. Bréf Endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar varðandi tillögu um val á ytri endurskoðendum.

Í erindinu kemur fram að ákveðið hafi verið á grundvelli niðurstöðu útboðs að semja við Grant Thornton endurskoðun ehf. um ytri endurskoðun frá árinu 2018.

2. Drög að niðurstöðu ársreiknings 2017.

Gerð var grein fyrir bráðabirgðaniðurstöðu árins 2017 og vinnu við endurskoðun.

3. Tilkynning Norðuráls dags 28.1 2018 um framlengingu á hafnarsamningi og lóðarleigusamningi.

Tilkynningarnar lagðar fram.

4. Skipulagsmál:

a. Erindi ASK arkitekta dags. 25.1.2018 f.h. Landbergs ehf. þar sem sótt er um stækkun lóðar fyrir nýbyggingu að Köllunarklettsvegi 2 ásamt afstöðumynd.

Hafnarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins til næsta fundar en þá mun kostnaðarmat vegna nauðsynlegra framkvæmda við lóð og umhverfi liggja fyrir.

5. Skýrsla Innri endurskoðunar – yfirferð stjórnar.

Hafnarstjórn fór yfir ábendingar og þau verkefni sem fram koma í skýrslu Innri endurskoðunar. Hafnarstjóra falið að útfæra þau atriði sem samþykkt er að skoða frekar.

6. Minnisblað forstöðumanns rekstrardeildar dags. 5.2.2018 um ástand verbúðarbryggju (safnabryggju).

Lagt fram. Hafnarstjóra falið að láta vinna að hönnun nýrrar bryggju þar sem núverandi verbúðarbryggja næst Sjóminjasafninu þarfnast endurbyggingar.

7. Aðalskipulag Akraness 2018-2030. Greinagerð, Stefna, Skipulagsákvæði og umhverfisskýrsla. Yfirlitsmynd af Akraneshöfn.

Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi gögn.

8. Forkaupsréttarmál:

a. Erindi dags. 29.1.2018 varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti vegna sölu Hólmaslóðar 6, fastanúmar 200-0094. Kaupandi Katrín Þorvaldsdóttir, kt. 150549-2569. Seljandi Sjóli ehf. kt. 591065-0179.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti eignarinnar enda sé starfsemin í samræmi við lóðarleigusamning og deiliskipulag.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:30

FaxaportsFaxaports linkedin