Ár 2017, föstudaginn 8. desember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:
Kristín Soffía Jónsdóttir
Þórlaug Ágústsdóttir
Einar Brandsson
Björgvin Helgason
Björn Blöndal
Líf Magneudóttir
Varafulltrúi:
Árni Hjörleifsson
Halldór Halldórsson
Áheyrnarfulltrúar:
Þorsteinn F. Friðbjörnsson
Ingibjörg Valdimarsdóttir
Auk þess sátu fundinn: Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
- Gjaldskrármál – tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna reglna um móttöku á sorpi.
Gerð var grein fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til. Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá.
- Starfsdagur stjórnar.
Samþykkt að halda starfsdag stjórnar 9. febrúar 2018 á Akranesi.
- Geirsgötureitur – verbúðir. Hugmynd að samkomulagi við Borgarsögusafn um endurnýjun húsakönnunar á svæðinu.
Hafnarstjórn samþykkir að húsakönnnun fyrir verbúðarreitinn við Suðurbugt verði endurnýjuð.
- Hafnarhúsið – tvær tillögur um útlit og innra skipulag.
Gerð var grein fyrir tveimur hugmyndum að útliti og innra skipulagi Hafnarhússins.
- Breyting á ákvæðum samningsdraga Faxaflóahafna sf. og Reykjavíkurborgar vegna sölu á landi í Sævarhöfða 33. Drög að kaupsamningi ásamt minnisblaði borgarlögmanns dags. 6.12.2017.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi breytingu á samningnum.
HH situr hjá við afgreiðslu málsins.
- Lífeyrisauki – greiðsla vegna viðbótarframlags til Lífeyrissjóðsins Brúar.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.
- Erindi Byggðasafnsins að Görðum um styrk – ný grunnsýning.
Byggðasafnið í Görðum Akranesi vinnur að nýrri grunnsýningu safnsins en núverandi grunnsýning hefur að mestu leyti staðið óbreytt frá opnun sýningarinnar í núverandi húsnæði árið 1974. Útgerðarsaga verður sem fyrr fyrirferðamikil í nýrri grunnsýningu. Meðal veigameiri efnisþátta sýningarinnar verður að leggja aukna áherslu á svæðisbundna útgerðarsögu Akraness og Hvalfjarðarsveitar m.a. með þrívíddarlíkani af kútter Sigurfara, hljóðleiðsögn, sýningu á gömlum kvikmyndum og ljósmyndum. Með verkefninu er ætlunin að bæta þekkingu nýrra kynslóða á arfleifð eldri kynslóða og jafnframt að gefa innlendum sem erlendum gestum innsýn í sérstöðu svæðisins.
Akraneshöfn og Grundartangahöfn, nú hluti Faxaflóahafna, hafa söguleg og sterk tengsl við útgerðarsögu svæðisins. Í tilefni af vinnu við nýja grunnsýningu safnsins samþykkir stjórn Faxaflóahafna sf. að styrkja safnið um 2,5 m.kr.
- Skipulagsmál:
- Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar þar sem gert er ráð fyrir byggingarreit undir spennistöð á Faxagarði.
Hafnarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að senda hana umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur til formlegrar meðferðar.
- Erindi Landberg ehf., 4.12.2017 um stækkun lóðar að Köllunarklettsvegi 2 þar sem óskað er eftir stækkun á vörugeymslu vegna aukinna umsvifa.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið en óskar eftir nánari skilgreiningu á stækkun lóðar, aðkomum og frágangi við aðliggjandi lóð.
- Erindi Reykjavik Sightseeing Invest ehf. vegna Fiskislóðar 16 þar sem óskað er eftir aðrein vegna fólksflutningabifreiða skv. meðfylgjandi afstöðumynd. Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 5.12.2017.
Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu.
- Akraneshöfn – starfsemi fiskmarkaðar og fasteignamál.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.
- Undirbúningur og framkvæmd viðhaldsdýpkunar og annarra dýpkunarverkefna. Minnisblað aðstoðarhafnarstjóra dags. 29.11.2017.
Lagt fram. Samþykkt að senda minnisblaðið Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
- Afrit bréfs samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis til Reykjavíkurborgar dags. 10.11.2017 varðandi aðkomu ráðherra að viðræðum Reykjavíkurborgar og Vegagerðar varðandi Sundabraut.
Lagt fram.
- Forkaupsréttarmál
- Erindi dags. 4. desember 2017, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti að eignarhluta að Fiskislóð 45 fastanr. 228-4618 og 228-4612. Kaupandi GAGF ehf. kt. 711207-1390. Seljandi Apótek Vesturlands ehf. kt. 510806-0850.
- Erindi dags. 5. desember 2017, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti að eignarhluta að Fiskislóð 45 fastanr. 339-6858. Kaupandi Tröllaferðir ehf. kt. 430316-1760. Seljandi 1977 ehf. kt. 421111-0810.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið er frá forkaupsrétti eignanna enda sé starfsemi innan skilmála deiliskipulags og lóðarleigusamninga.
Fleira ekki gert
Fundi slitið kl. 10:20