Ár 2016, mánudaginn 23. maí kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

           S. Björn Blöndal

           Þórlaug Ágústsdóttir

           Hildur Sverrisdóttir

           Ólafur Adolfsson

           Björgvin Helgason

           Jónína Erna Arnardóttir

Varafulltrúar:

           Gunnar Alexander Ólafsson

           Elín Oddný Sigurðardóttir

Áheyrnarfulltrúar:

           Ingibjörg Valdimarsdóttir

           Gunnar Sæþórsson

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1.      Arðgreiðslur Faxaflóahafna sf.
Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkir að tillaga um greiðslu arðs til eigenda verði eftirfarandi:
Samþykkt að arður verði 50% af hagnaði án óreglulegra tekna, eða alls  310,0 mkr. sem skiptist á eignaraðila eftir eignarhlutföllum.
Tillagan samþykkt með atkvæðum: SBB, ÓA, GAÓ, ÞÁ, EOS, BH.
JEA og HS sitja hjá.
Bókun stjórnar:
Hagnaður Faxaflóahafna sf. árið 2015 er umfram væntingar. Tillaga um arð­greiðslu sem nemur 50% af hagnaði fyrirtækisins án óreglulegra tekna er því alfarið fjármögnuð af handbæru fé og skapar ekki þörf fyrir lántöku vegna umfangsmikilla framkvæmda ársins.
Stjórn beinir því til eigendanefndar að setja fram í eigendastefnu skýr markmið varðandi arðgreiðslur í framtíðinni sem byggi á afkomu, fjárfestingaþörf og arðsemi framkvæmda jafnframt því að mótuð sé stefna um viðunandi ávinning af fjárbindingu í fyrirtækinu.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:00

FaxaportsFaxaports linkedin