Ár 2016, föstudaginn 11. mars kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 08:30.
Mættir:
Líf Magneudóttir
S. Björn Blöndal
Júlíus Vífill Ingvarsson
Ólafur Adolfsson
Björgvin Helgason
Jónína Erna Arnardóttir
Varafulltrúar:
Gunnar Alexander Ólafsson
Eva Lind Þuríðardóttir
Áheyrnarfulltrúar:
Ingibjörg Valdimarsdóttir
Ragnar Eggertsson
Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Bréf Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og Spalar ehf. dags., 25.2.2016, þar sem boðað er til aðalfunda félaganna þann 15. mars n.k. Ársreikningur félaganna og drög að skýrslu stjórnar fyrir árið 2015. ( Ársreikningur Ehf. Spölur hf. )
Lagt fram. Hafnarstjóra falið að fara með umboð Faxaflóahafna sf. á aðalfundinum.
2. Erindi LEX ehf. og GAMMA Capital Management hf., dags. 19.2.2016, um myndun vinnuhóps til skoðunar á framkvæmd Sundabrautar.
Samþykkt að fela formanni stjórnar og hafnarstjóra að ræða við bréfritara.
3. Ályktun aðalfundar Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð 2016.
Lagt fram.
4. Minnisblað Helga Laxdal, forstöðumanns rekstrarsviðs, dags. 7.3.2016, varðandi húsnæði í Hafnarhúsi ásamt minnisblaði EFLU dags., 6.3.2016.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu. Lagt fram.
5. Tillögugerð Yrki arkitekta ehf. varðandi vita á Sæbraut austan Höfða.
Lagt fram.
6. Erindi Flostel ehf., dags. 3.3.2016, þar sem óskað er heimildar til þess að leggja Bjarti NK-121, ísfiskstogaranum, við Reykjavíkurhöfn og breyta honum í fljótandi gistiheimili.
Hafnarstjórn getur ekki fallist á erindið en hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara.
7. Lóðamál.
a. Umsókn Haga hf., dags. 22.2.2016, um lóð fyrir vöruhús neðan við Klepp.
Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkti á fundi sínum þann 14. september s.l. að vinna heildartillögu að framtíðarskipulagi hafnarsvæða fyrirtækisins, tillögurnar verði unnar með það að markmiði að mynda grunn fyrir aðalskipulag svæðanna. Þar meðtalið er svæðið utan Klepps. Á meðan unnið verður að þessum tillögum verður því ekki unnt að úthluta lóðum á svæðinu.
b. Málefni Silicor.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.
8. Forkaupsréttarmál.
a. Erindi Eignamiðlunar ehf., dags. 29. febrúar 2016, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Héðinsgötu 1 fastanr. 204-5836, Héðinsgötu 2 fastanr. 201-5860, 201-5853, 201-5854 og 201-5852 og Köllunarklettsvegi 3 fastanr. 201-5875. Kaupandi Þingvangur ehf., kt. 671106-0750. Seljandi Laugarnesbyggð ehf., kt. 470802-2270
b. Erindi Fasteignamarkaðsins ehf., dags. 25. febrúar 2016, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45 fastanr. 228-4613. Kaupandi Hemja ehf., kt. 661108-0880. Seljandi Kolbrún Björgúlfsdóttir, kt. 180352-4499.
c. Erindi Fasteignasölunnar Nýs heimilis ehf., dags. 1. mars 2016, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Grandagarði 13 fastanr. 200-0175. Kaupandi Iceland Medical ehf., kt. 510609-1150. Seljandi Ólafur Pálsson, kt. 050541-4609.
d. Erindi Fasteignasölunnar Mikluborgar ehf., dags. 1. mars 2016, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 39 fastanr. 231-2531. Kaupandi Esjuborg ehf., kt. 620906-2200. Seljandi Fortus hf., kt. 510806-1310.
e. Erindi Fasteingasölunnar Mikluborgar ehf., dags. 15. febrúar 2016, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Eyjarslóð 9 fastanr. 224-9414. Kaupandi MÓ fjárfesting ehf., kt. 610907-1050. Seljandi f fasteignafélag ehf., kt. 631213-1620.
f. Erindi Lindar fasteignasölu ehf., dags. 26. febrúar 2016, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Eyjarslóð 9 fastanr. 226-0741. Kaupandi MÓ fjárfesting ehf., kt. 610907-1050. Seljandi Leikfélagið Hugleikur, kt. 691184-0729.
g. Erindi CATO lögmanna, dags. 4. mars 2016, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Grandagarði 8 fastanr. 200-0165. Kaupandi Bjarnar ehf., kt. 601003-2520. Seljandi G8 ehf., kt. 501111-2010.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti ofangreindra eigna enda verði starfsemin í samræmi við lóðaleigusamninga og deiliskipulag.
OA situr hjá við staflið b.
9. Önnur mál.
a. Minnisatriði frá starfsdegi stjórnar Faxaflóahafna sf.
Lagt fram.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 09:50