Ár 2015, mánudaginn 14. september kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 13:00.
Mættir:

           Kristín Soffía Jónsdóttir

           Líf Magneudóttir

           S. Björn Blöndal

           Júlíus Vífill Ingvarsson

           Ólafur Adolfsson

           Björgvin Helgason

           Jónína Erna Arnardóttir

Varafulltrúi:

           Eva Þuríðardóttir

Áheyrnarfulltrúar:

           Ingibjörg Valdimarsdóttir

           Ragnar Eggertsson

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar  og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1.     Fjárhagsáætlun ársins 2016 ásamt tillögu að gjaldskrá og greinargerð hafnarstjóra um rekstur og framkvæmdir.
Gerð var grein fyrir helstu fjárhagsstærðum og forsendum fjárhags­áætlunar ársins 2016. Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkir fjárhags­áætlunina og tillögur að gjaldskrá sem taki gildi 1. janúar 2016. Að auki samþykkir stjórnin eftirfarandi tillögur:
1. Sala rafmagns til skipa
Í reglugerð nr. 125 frá 2015 um brennisteinsinnihald í fljótandi eldsneyti er m.a. kveðið á um að til þess að stuðla að bættum loftgæðum og til að draga úr mengun skuli skip sem liggja við bryggju nota rafmagn úr landi í stað skipaeldsneytis eins og kostur er. Sé ekki möguleiki á að nota rafmagn úr landi skulu skip sem liggja við bryggju í höfnum landsins ekki nota skipaeldsneyti með meira brennisteinsinnihald en 0,1% (m/m).
Í fjárhagsáætlun Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2016 er gert ráð fyrir fjár­munum í fjölgun tengla í lágspennu þannig að fleiri skip en nú geti fengið rafmagn úr landi.
Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkir að frá og með 1. janúar 2016 skuli öll skip, sem liggja við hafnarbakka og geta tekið við rafmagni úr landi tengjast landrafmagni. Þeim skipum sem unnt er að þjóna með þessum hætti er því óheimilt að keyra ljósavélar, nema viðvera þeirra í höfn sé innan við 6 klukkustundir.
Skip sem ekki geta tekið rafmagn úr landi skulu undantekningalaust uppfylla ákvæði reglugerðar um brennisteinsinnihald í eldsneyti.
2. Aðstaða hafsækinnar ferðaþjónustu og farþegagjöld
Stjórn Faxaflóahafna sf. felur hafnarstjóra að láta vinna þarfagreiningu á uppbyggingu aðstöðu fyrir hafsækna ferðaþjónustu í Gömlu höfninni og við Skarfabakka. Greiningin taki til komu farþega skemmtiferðaskipa og farþega hvalaskoðunarbáta, umfang nauðsynlegrar aðstöðu, móttöku- og farþegagjalda sem yrði lagt á frá og með 1. janúar 2018. Þarfagreiningin verði lögð fyrir stjórn Faxaflóahafna sf. á árinu 2016.
3. Skipulag hafnarsvæða
Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkir að fela hafnarstjóra að láta vinna heildartillögu að framtíðarskipulagi hafnarsvæða fyrirtækisins, tillögurn­ar verði unnar með það að markmiði að mynda grunn fyrir aðalskipulag svæðanna ásamt því að stefnumörkun hafnarstjórnar séu skýr varðandi framtíð hafnanna. Tillögurnar verði unnar í samvinnu við skipulags­yfirvöld í þeim sveitarfélögum sem eiga Faxaflóahafnir ásamt notendum á viðkomandi hafnarsvæðum. Stefnt er að því að tillögurnar verði lagðar fyrir stjórn Faxaflóahafna sf. á árinu 2016.
2.     Erindi bæjarráðs Akraneskaupstaðar, dags.28.8. 2015 varðandi uppbyggingu hafnarsvæðis í Lambhúsasundi.
Hafnarstjóra falið að taka saman greinargerð um hvað felist í erindi Þorgeirs & Ellerts hf. og leggja fyrir hafnarstjórn.
3.     Endurskoðuð aðgerðaráætlun ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2020. Erindi Svanhildar Konráðsdóttur, sviðsstjóra menningar- og ferðamála­sviðs, dags. 3.9.2015. Drög að aðgerðaráætlun.
Hafnarstjóra falið að senda umsögn um erindið.
4.     Lóðamál.

a.  Erindi Snóks verktaka ehf., dags. 7.9.2015, um aðilabreytingu að lóðinni Leynisvegur 6.

b.  Umsókn Norðanmanna ehf., dags. 9.4.2015, um lóðina Fiskislóð 71-73. Minnisblað skipulagsfulltrúa, dags. 10.9.2015.

c.  Erindi Norðuráls Grundartanga ehf., dag. 8.9.2015, varðandi beiðni um færslu á lóðarmörkum og flutning Katanesvegar sunnan lóðar Norðuráls. Minnisblað skipulagsfulltrúa og forstöðumanns tæknideildar, dags. 10.9.2015.

Hafnarstjórn samþykkir erindi Snóks verktaka ehf. um nafnabreytingu á lóð við Leynisveg 6.
Hafnarstjórn heimilar hafnarstjóra að ganga frá lóðargjaldasamningi við Norðanmenn ehf. um byggingarreit á lóðinni Fiskislóð 71 – 73.
Hafnarstjóra falið að gera sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar grein fyrir erindinu og leggja samantekt um málið fyrir stjórnina.
5.     Forkaupsréttarmál.

a.  Erindi Íslandsbanka hf., dags. 1. september 2015, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Eyjarslóð 7 fastanr. 200-0091. Kaupandi Bréfabær ehf. kt. 561299-4209. Seljandi Íslandsbanki hf. kt. 491008-0160.

b.  Erindi Sjöstjörnunnar ehf., dags. 2. september 2015, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Skútuvogi 3 fastanr. 202-0926. Kaupandi Reitir l ehf. kt. 510907-0940. Seljandi Sjöstjarnan ehf. kt. 501298-5069.

c.  Erindi Miðfells ehf., dags. 3. september 2015, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 43 fastanr. 231-3086. Kaupandi Fiskistígur ehf. kt. 460715-0320. Seljandi Miðfell ehf. kt. 411012-0770.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið er frá forkaupsrétti ofangreindra erinda með venjulegum fyrirvara um að nýting lóðar sé í samræmi við deili­skipulag og lóðarleigusamninga. 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 14:50

FaxaportsFaxaports linkedin