Ár 2014, föstudaginn 6. júní kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Hjálmar Sveinsson

Páll Hjaltason

Júlíus Vífill Ingvarsson

Páll Brynjarsson

Sigurður Sverrir Jónsson

Oddný Sturludóttir

Varamaður:

Kjartan Magnússon

Áheyrnarfulltrúar:

Gunnar Sigurðsson

Sigurður Ólafsson

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Samningsskilmálar við Silicor Materials Inc. vegna byggingar nýrrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, dags. 28. maí 2014.
Hafnarstjóri fór yfir efni skilmálanna. Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkir að fela honum að ganga til viðræðna við Silicor um gerð endanlegra samninga um þau atriði sem eru í samningsskilmálunum. 
2. Erindi stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 30.05.2014, þar sem óskað er eftir umsögn um drög að langtímastefnu um hafnir landsins.
Lagt fram. 
3. Aðalfundarboð Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf., dags. 2. júní 2014. Fundurinn verður haldinn 26. júní 2014.
Hafnarstjóra falið að fara með umboð Faxaflóahafna sf. á fundinum. 
4. Deiliskipulag við Fiskislóð ásamt minnisblaði skipulagsfulltrúa, dags. 5.6.2014 og yfirlitsmyndum.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir þeim tillögum sem liggja fyrir. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar. 
5. Erindi Bjartra sóla ehf., dags. 2.6.2014, þar sem óskað er eftir aðstöðu til að leigja til ferðamanna Robstep tæki.
Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu. 
6. Minnisblað markaðsstjóra, dags. 3.6.2014, ásamt kynningu á MIPIM fjárfestingaráðstefnunni, í Cannes Frakklandi, og möguleika þess að Reykjavík verði þátttakandi.
Lagt fram. 
7. Forkaupsréttarmál.

a. Erindi Exton ehf., dags. 27.5.2014, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 10 fastanr. 225-1393. Seljandi Exton ehf. kt. 470499-2069. Kaupandi Reitir fasteignafélag hf. kt. 711208-0700.

b. Erindi fasteignasölunnar Fasteign.is ehf., dags. 22.5.2014, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Eyjarslóð 1 fastanr. 225-4088. Seljandi Hjól atvinnulífsins ehf. kt. 581103-3010. Kaupandi Guðlax ehf. kt. 601011-0770.

c. Erindi Eignamiðlunar ehf., dags. 2.6.2014, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Hólmaslóð 2 fastanr. 226-1525. Seljandi Potter ehf. kt. 621210-0250. Kaupandi Flugur listafélag ehf. kt. 540102-4810.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um ákvæði lóðarleigusamninga og deiliskipulags. 
8. Önnur mál.

a. Lóðamál á Gelgjutanga.

b. Tilboð í hafnarhúsið á Akranesi.

c. Skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands um mælingar á sjávargæðum á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf. árið 2013.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir ofangreindum málum. 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:50

FaxaportsFaxaports linkedin