Hebei Port group Kína 018Miðvikudaginn  7. maí heimsóttu fulltrúar frá Hebei höfn Faxaflóahafnir í Reykjavík. Li Min, hafnarstjóri fór fyrir hópnum en með honum í för voru markaðsstjórinn og framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem sér um nýbyggingar og framkvæmdir við hafnarmannvirkin. Hebei Port Group er systurhöfn Kaupmannahafnar/Malmö og voru gestirnir í heimsókn þar en óskuðu eftir þvi að heimsækja einnig Ísland til að kynna sér hafnarstarfsemi hér.
Hebei Port Group er stærsta höfn í heimi en um hafnarsvæðið fara hvert ár um það bil  349 milljón tonn af varningi. Stærsti hluti umsetningarinnar eru kol og önnur iðnaðartengd vara. Samtals vinna 17.000 manns við 32 fyrirtæki sem Hebei Port Group á og rekur. Þeir félagar heimsóttu einnig Eimskip og skoðuðu starfsemina þar.

FaxaportsFaxaports linkedin