Í dag, miðvikudag 27. maí, kom freigáta franska sjóhersins Latouche-Tréville til Reykjavikurhafnar.
Freigátan hóf ferðina í heimborginni Brest og hélt þaðan til Noregs en áætluð heimkoma aftur til Brest er í júlí. Um borð er áhöfn sem telur 240 manns.
Skipið hefur viðdvöl í Reykjavík fram til mánudags þann 1. júní og verður almenningi til sýnis á föstudag og laugardag á mill 09:30 og 15:00.
Sendiherra Frakka á Íslandi Philippe O´Quin og skipherra freigátunnar, Matthieu Drevon, komu í heimsókn á skrifstofu Faxaflóahafna sf. eins og hefðin segir til um.