Í dag, þriðjudaginn 30. apríl 2019, var hinn árlegi vorfundur Faxaflóahafna sf. haldin í Hafnarhúsinu. Á fundinn voru boðaðir þeir hagsmunaaðilar sem beint koma að farþegaskipum. Farið var yfir eftirfarandi málefni:
- Farþegaskip 2019
- Aðstöðufyrirkomulag á Skarfabakka, Miðbakka og Akranesi.
- Drög að skipulagi að Miðbakka
- Hafnargæsla
Faxaflóahafnir vilja minna á að allar viðbragðsáætlanir er hægt að finna inni á heimasíðu Faxaflóahafna: https://www.faxafloahafnir.is/vidbragdsaaetlanir/
Dagatal með öllum skipakomum farþegaskipa má finna einnig inni á heimasíðu fyrirtækisins: https://www.faxafloahafnir.is/cruiseships/index.php?csyear=2019
Símanúmer hafnargæslu Öryggismiðstöðvar eru í sumar:
Miðbakki: 820-2433
Skarfabakki 312: 842-6235
Skarfabakki 315: 842-6236
Veffang hjá Icewear varðandi strætóferðir um hafnarsvæðið og ferðir niður í miðbæ, email: Skarfabakki@icewear.is