Enn og aftur hefur orðið breyting á komu Borealis til Reykjavíkur en það er fyrsta farþegaskip ársins. Skipið kom í dag, miðvikudaginn 16. mars, til Akureyrar og átti að sigla þaðan fimmtudaginn 17. mars til Ísafjarðar. Hins vegar er veðurspáin ekki hagstæð og mun skipið því sigla beint til Reykjavíkur á morgun og hafa viðdvöl í höfuðborginni í þrjá sólarhringa.

Ljósmynd fengin af síðunni: https://crew-center.com/borealis-itinerary