Nú í september voru æfð viðbrögð við olíumengun í höfnum Faxaflóahafna. Þátttakendur í æfingum voru Faxaflóahafnir, Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins, Köfunarþjónustan ehf. sem og aðili frá framleiðanda margnota mengunarvarnargirðingar sem notuð var við æfingar og er í eigu Faxaflóahafna.

Æfingarnar fólust í því að bregðast við olíuleka frá skipi við Bótarbryggju. Komið var með allan búnað á staðinn, gúmmíbátur settur á flot og skólaskipið Sæbjörg girt af með mengunarvarnargirðingu með aðstoð dráttabátsins Leynis.

„Æfingarnar gengu vel, en alls fóru fram fjórar æfingar þar sem búnaður og skipulagning reyndist vel. Nú eru allir sem að æfingum komu betur í stakk búin til þess að geta tekist á við atvik af þessu tagi“, segir Gyða Mjöll Ingólfsdóttir gæða- og umhverfisstjóri Faxaflóahafna.

 

default

FaxaportsFaxaports linkedin